Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari á EM í bogfimi

Þórhallur Guðmundsson er sjúkraþjálfari hjá Eflingu sjúkraþjálfun á Akureyri og er einnig í heilbrigðisteymi Bogfimisambands Íslands (BFSÍ). Þórhallur fór með 34 þátttakenda hópi á Evrópumeistaramótið innandyra í Króatíu í febrúar 2024.

Þetta var í fyrsta sinn sem BFSÍ tekur sjúkraþjálfara með sér í erlent landsliðsverkefni. Það átti fyrst að gerast árið 2023 á EM innandyra og Þórhallur var búinn að pakka og tilbúinn í ferðina en því EM var aflýst nokkrum dögum fyrir mótið vegna nátttúruhamfara í Tyrklandi, þar sem að jarðskjálftahrina reið yfir landið með gífurlegum afleiðingum.

Íþróttastjóri BFSÍ náði að gera samning við mótshaldara um að fá einn af búningsklefum í íþróttahúsinu undir búnað Íslenska liðsins, þar sem Ísland var með stærri liðum mótsins. Hann bauð einnig Ísreal, Georgíu, Færeyjum, Dönum og fleiri að deila aðstöðunni. Þórhallur kom sér þar fyrir í sturtuklefanum með bekkinn góða og þjónustaði íþróttafólkið á keppnisvellinum eftir óskum/þörfum. En meirihluti meðferðar fór þó fram á hótelinu oftar en ekki eftir keppnisdaginn.

Um helmingur þátttakenda BFSÍ á EM notfærði sér Þórhall einu sinni eða oftar í ferðinni, og sumir nánast daglega. Oftast snérist meðferð um mýkingu á milli herðablaða og út í axlir, sem eru álagssvæði í bogfimi. Margir voru með stífa vöðva í hnakka og hálsi eftir ferðalagið. En svo var þjónustan sem veitt var eftir stöðu, óskum og þörfum hvers íþróttamanns s.s. mjóbak og einu sinni í framhandleggi og kálfa, einu sinni liðlosun í brjóstbaki og slíkt. Síðast en ekki síst spjall, ráðleggingar og fræðsla fyrir íþróttafólkið.

Bogfimi er almennt ekki íþrótt þar sem koma upp bráð meiðsli og því oftast um vöðvabólgu, langtíma álag og slíkt að ræða sem fólk verður fyrir. Slíkt tengist oftar en ekki rangri beitingu á líkama eða stöðu (formi eða tækni).

Góð lýsing á bogfimi væri í raun “þol, nákvæmnis, lyftingar”, þar sem að markmiðið er að lyfta og toga þunga hluti, endurtekið hundruðum sinnum á dag yfir marga klukkutíma og halda þeim 100% stöðugum í hvert sinn. Almennt á alþjóðlegum mótum er reynt að hafa keppnisdag keppanda ekki lengri en 8 klst per dag. En lengsti keppnisdagur Íslendings í landsliðsverkefni sem munað er eftir var um 14 klst. Því endar bogfimi hátt á listanum yfir íþróttir tengt kaloríu brennslu í keppni til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Af því að keppnin sjálf er svo löng.

Íslenska liðið vann til sinna fyrstu verðlaun á EM í sögu íþróttarinnar í Króatíu. En liðið gerði sér lítið fyrir og tók í heildina fimm verðlaun í öllum litum á mótinu

  • Gull – Berboga U21 karla lið
  • Silfur – Berboga U21 kvenna lið
  • Silfur – Berbogi U21 kvenna einstaklings
  • Brons Berbogi U21 karla einstaklinga
  • Brons Trissuboga kvenna lið
  • 4 sæti Sveigboga kvenna lið (bronsið tapaðist í leik sem endaði  bráðabana)
  • 4 sæti Berboga kvenna lið
  • 4 sæti Berboga karla lið (bronsið tapaðist í leik sem endaði í bráðabana)
  • Ásamt mörgum fleiri niðurstöðum en þetta voru þeir sem komust í topp 4 á mótinu.

Þórhallur kom með gífurlega jákvætt viðhorf, gott skap og hafði einstaklega gaman af ferðinni. Líklega það sem hann hafði mest gaman af var að þurfa ekki að elda ofan í sjálfann sig.

Þórhallur hefur eitthvað verið að stunda bogfimi sjálfur, þannig að hver veit kannski verður hann einn af keppendunum á EM í framtíðinni 😉