Úrslit RIG 2017 uppfært

Úrslitin orðin ljós á RIG 2017. UPPFÆRÐ

Þau er hægt að finna í skjalinu hér fyrir neðan.

Loka úrslita bók RIG 2017. Undankeppni, útsláttarkeppni og verðlaun

Mótið gekk mjög vel og var þetta í fyrsta skipti sem alþjóðlega skorskráningarkerfi heimssambandins var notað á meðan á keppninni stóð. Það hefur verið notað á Íslandi áður en aðeins verið gert eftir að mótinu lauk.

Vonandi verður hægt að setja það upp þannig að öll skorskráning fari fram rafrænt á Íslandsmótinu í Mars og sé uppfært á netinu jafnóðum og úrslitin verða ljós.

Eins og hægt er að sjá í skjalinu efst á síðuni var mikið um spennandi útslætti og úrslitin úr mótinu komu flestum á óvart.

Íslendingar náðu að taka Gull í þremur af 4 flokkum sem keppt var í í lokin.

Til að útskýra betur fyrir þeim sem eru ekki vanir þá fer mótið svona fram.

Fyrst er skotið 60 örvum og það kallast undankeppni, hámarksskorið er 600 stig. Svo tekur við útsláttarkeppnin (útrýmingarkeppnin). Í útsláttarkeppninni keppir sá sem er efstur er neðstur í undakeppninni, 2 sæti keppir á móti næst neðsta og svo framvegis.

Í trissuboga útsláttarkeppni er skotið 15 örvum í 5 lotum (semsagt 3 í hvert sinn) með 150 stig hámark í pottinum, sá keppandi af þeim 2 sem er með hærra skorið heldur áfram hinn er semsagt sleginn út. Það fyrirkomulag heldur áfram þar til aðeins einn sigurvegari stendur eftir sem sló alla út.

Sama kerfi fyrir útsláttarkeppnina hjá sveigboga en þar er smá munur. 2 keppendur keppa á móti hver öðrum, þeir skjóta 3 örvum og sá sem er með hærra skorið af þeim í þeirri lotu vinnur 2 stig, ef þeir eru jafnir fá þeir báðir 1 stig. Það eru 5 lotur semsagt 10 stig í pottinum þannig að sá sem er fyrr að ná 6 stigum vinnur.

Ef keppendur enda með jafnt skor eftir útsláttarkeppnina þá er skotið einni ör og sá sem lendir nær miðju sigrar. Rosalega skemmtilegt að fylgjast með því þar sem það er mesta álagið þegar það kemur upp á og mjög spennandi að fylgjast með.

Í trissuboga karla vann Guðjón Einarsson Gull með sigri á Jógvan Niclaesen frá færeyjum 143-141. Jógvan var með hæsta skorið í trissuboga karla eftir undankeppnina en skaut eina sjöu í útsláttarkeppninni og Guðjón gaf Jógvani engann séns á því að ná að vinna upp þau 3 stig aftur. Brons keppnin var á milli tveggja íslendinga Daníel Sigurðsson og Valur Pálmi Valsson. Báðir skoruðu nákvæmlega sama skor í undankeppninni jafnir í 3 og 4 sæti og var því algerlega óvíst hver myndi vinna útsláttarkeppnina, en Daníel skoraði 2 stigum hærra í brons keppninni og hreppti því bronsið.

Í trissuboga kvenna var ekki mikið sem gekk á og úrslitin enduðu á sama veg og undankeppnin. Helga Kolbrún Magnúsdóttir var með hæsta skorið í undankeppninni og vann gullið í útsláttarkeppninni með 2 stiga mun á móti Anja Johansen frá Færeyjum sem var einnig í 2 sæti í undakeppninni. Í Brons keppninni var Ewa Ploszaj frá Póllandi að keppa á móti Bernadette Diab frá bandaríkjunum. Bernedette hreppti bronsið þegar hún vann örugann sigur á Ewa með 4 stiga mun. Þess má geta að Ewa er tiltölulega nýlega flutt til Íslands og ætlar að keppa fyrir Ísland á þessu ári á erlendum mótum.

Í sveigboga karla var mikið um að vera. Í undankeppninni sýndu 2 nýjir einstaklingar hæfileika sína og skoruðu töluvert hærri skor en þeir og aðrir höfðu áætlað, þeir voru Ragnar Þór Hafsteinsson og Ólafur Gíslason sem voru í 3 og 4 sæti í undankeppninni báðir með yfir 9 stig á meðaltali per ör. Sigurjón Sigurðsson var í 1 sæti í undankeppninni og Jogvan Magnus Andreasen frá Færeyjum (kallaður Eggaba) var í 2 sæti. Í útsláttakeppninni hinsvegar snerist allt á haus, Ragnar sem var í 3 sæti í undankeppninni tapaði á móti Tómasi Gunnarssyni frá Laugum sem var í 6 sæti í undankeppninni með skorið 6-2. Tómas var samt ekki búinn og hann tók næsta útslátt á móti Eggaba frá færeyjum líka 6-4 og hélt því áfram í Gull keppninni. Hinum megin gekk einnig mikið á og mátti minnstu muna að Tryggvi Einarsson sem var í næst neðsta sæti tæki út Ólaf Gíslasson sem var í 4 sæti, Tryggvi náði að ýta keppninni í jafntefli og þurfti að skjóta einni ör til að skera úr um sigurvegarann. Tryggvi skaut 9 og Ólafur skaut 10 og Ólafur hélt því áfram. Ólafur lenti þá á móti Sigurjóni sem var í 1 sæti í undakeppninni og var greinilega búinn að spara allar góðu örvarnar í fyrri útslættinum á móti Tryggva þar sem Ólafur sló Sigurjón út 6-2. Sigurjón var talinn sigurstranglegastur áður en mótið hafðist. Þannig að staðan var þannig að Ólafur 4.sæti og Tómas 6.sæti voru að keppa um gullið og Sigurjón 1.sæti og Eggaba 2.sæti voru að keppa um bronsið. Í brons keppninni tók Sigurjón hinsvegar kipp og gaf Eggaba frá Færeyjum engann séns og sigraði 6-0. Sigurjón skoraði 7 tíur af 9 örvum í þeim útslætti. Í gull keppninni var Ólafur talinn sigurstranglegri þar sem hann var með hærra skor úr undankeppninni, þrátt fyrir það að hafa aðeins keppt á einu móti áður. Tómas náði hinsvegar að komast í gírinn sem hann hefur verið í áður og sló Ólaf út 6-2 og tók gullið. Það sést best á Tómasi sem var í 6 sæti í undankeppninni og hreppti á endanum gullið að maður getur ekki unnið nema maður taki þátt og aldrei að gefast upp fyrr en það er búið að skjóta öllum örvunum. Það getur allt gerst.

Í sveigboga kvenna var Astrid Daxböck talin sigurstranglegust en það var orðin óvissa um hvort að Astrid næði að vinna mótið þar sem hún var að kaupa sér nýjann boga og bogaarmarnir hennar komu ekki fyrr keppnina og þurfti hún því að fá lánaða arma sem pössuðu henni ekki. Það sást á því að skorin í kvenna flokki voru frekar lægri en búist var við og enginn þeirra sem skoraði yfir 500 stig. Aramelle Decaulne frá Frakklandi var í 1 sæti í undankeppninni og sló Sigríði Sigurðsdóttir með smá erfiðleikum 6-4. Flestir urðu hissa þegar að Astrid sem var í 2 sæti í undankeppninni var slegin út af Mirijam Maria Vang Haraldsen frá Færeyjum 6-2. Mirijam og Armalle kepptu því um gull og Astrid og Sigríður um Brons. Í báðum medalíu keppnunum unnu Aramelle og Astrid með miklum yfirburðum 6-0. Úrslitin voru því Aramelle gull, Mirijam Silfur og Astrid Bronz.

Þáttaka erlendra og íslenskra einstaklinga á RIG í bogfimi hefur aukist á hverju ári og þó að Íslandi hafi náð Gulli í 3 af 4 flokkum að þessu sinni mun það verða erfiðara og erfiðara með hverju ári. En Ísland er hinsvegar bara nýbyrjað í bogfimi og við erum því á mestri uppleið á heimsvísu í bogfimi og það mun sjást á næsta ári eftir erlenda keppnistímabilið 2017. Þar mun Ísland mjög líklega rjúka upp á heimslistanum í öllum flokkum.

Einnig verður keppt á smáþjóðaleiknum í san marínó í fyrsta skipti í bogfimi árið 2017 og sigurstranglegustu þjóðirnar þar eru Ísland, Kýpur og Lúxemborg.

Áfram Ísland, “thunderclap”