Bogfimifélagið Boginn umsóknir styrkja og upplýsingar um styrki.

Breytingar hafa orðið á styrktar formi Bogfimifélagsins Bogans til félagsmanna sem keppa fyrir félagið, hægt er að sjá nýju reglurnar hérna fyrir neðan.

Hægt er að sækja um styrkina neðst á síðunni.

Meðlimir í Bogfimifélaginu Boganum geta sótt um eftirfarandi styrki ef þeir hafa verið í félaginu í 3 mánuði, eru skuldlausir við félagið og eru að keppa fyrir félagið.

Búnaðar styrkur fyrir börn og unglinga (20 ára og yngri) – 50.000.kr

Börn og unglingar 20 ára og yngri sem eru á barna og unglinga æfingum Bogfimifélagsins Bogans geta sótt um styrk upp að 50.000.kr til kaupa eigin búnað.
Styrkurinn er aðeins veittur einu sinni fyrir hvern á ævinni og er gerður til þess að aðstoða og auðvelda börnum og unglingum að kaupa sér eigin búnað til að byrja með.
Einstaklingarnir verða að hafa stundað bogfimi á æfingum Bogans í að lágmarki ár áður en þeir geta sótt um styrkinn.
Ekki er greitt út meira en búnaðurinn kostar félagsmanninn.

Styrkur til þjálfara á ungmenna æfingum – 100.000.kr.

Þjálfarar verða að hafa WA lvl1 bogfimi þjálfara menntun að lágmarki.
Styrkurinn er greiddur út fyrir árs tímabil eftir að því er lokið.
Aðeins þjálfarar sem eru félagsmenn í Boganum geta sótt um styrkinn.

Styrkur þjálfara á erlend ungmennamót – 100.000.kr

Styrkinn er hægt að sækja um oft á hverju ári.
Þjálfarinn verður að vera með að lágmarki WorldArchery stig 1 þjálfararéttindi, vera skráður skuldlaus félagsmaður í Bogfimifélagið Bogann og virkur í þjálfun í barna og unglingastarfi Bogfimifélagsins Bogans.
Styrkurinn er greiddur út eftir að móti er lokið.
Gildir á öll ungmenna mót á vegum heimssambandsins, evrópusambandsins og norðurlandasambandsins (t.d European Youth Cup, European Youth Championships, Nordic Youth Championships, World Youth Championships, Youth Olympics osfrv).
Ekki er greitt út meira en ferðin kostar þjálfarann.

Styrkur vegna góðrar frammistöðu á mótum erlendis.

Styrkurinn er greiddur út eftir að móti er lokið.
Gildir fyrir öll mót á vegum heimssambandins WorldArchery, Evrópusambandsins WorldArchery Europe og Norðurlandameistaramót ungmenna.

Fyrir félagsmenn sem vinna útslátt geta þeir sótt um styrk að upphæð 20.000.kr

Fyrir þá félagsmenn sem keppa í semi finals einstaklinga eða liða geta þeir sótt um styrk að upphæð 25.000.kr

Bye og Cut teljast unnir útslættir. (Ef einstaklingur eða lið kemst í útsláttarkeppni þegar aðrir einstaklingar eða lið í sama flokki náðu því ekki telst það unninn útsláttur (Cut). Ef einstaklingur eða lið er það hátt á lista að þeir sitja hjá telst það unninn útsláttur (Bye))

Styrkur til keppnisferðar á mót erlendis – 30.000.kr

Aðeins er hægt að fá styrkinn einu sinni á almanaksári.
Styrkurinn er greiddur út eftir að móti er lokið.
Gildir fyrir öll mót á vegum heimssambandins WorldArchery, Evrópusambandsins WorldArchery Europe og Norðurlandameistaramót ungmenna.

Almennir skilmálar um styrki:

Styrkir eru greiddir út svo lengi sem sjóður félagsins endist.

Sækja verður um alla styrki innan 3 mánaða frá lok viðburðar.

1 Trackback / Pingback

  1. Bogfimifélagið Boginn | Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.