Keppni á Reykjavíkurleikunum er núna lokið og endanleg Úrslit orðin klár.
Guðmundur Örn er nýlega byrjaður að leika sér með IANSEO skorskráningar kerfið frá World Archery (Heimsbogfimisambandinu). Niðurstöðurnar úr keppninni er hægt að finna í pdf skjölunum hér fyrir neðan sem koma beint úr kerfinu. Í framtíðinni ættu öll skor úr ÍSÍ mótum að vera aðgengilega á Ianseo vefsíðuni, Ianseo.net.
Mótið gekk mjög vel, mörgum fannst undankeppnin vera hægfara þar sem það voru sirka 30 mínútna pásur á milli umferða í útsláttarkeppnninni, en flestum fannst þetta mótafyrirkomulag þægilegt, það gaf keppendum tíma til að anda á milli umferða og jók spennuna lítillega hjá áhorfendum, sem höfðu lengri tíma til að kynna sér stöðuna á milli umferða.
Keppnin var hryllilega spennandi á tímum þar sem munaði í mörgum tilfellum bara staðsettningu einnar örvar hver sigurvegarinn yrði, enda er bogfimi á Íslandi búið að fara mikið fram á síðustu árum og keppnin orðin mikil um fyrsta sætið.
Sem dæmi til að sýna framför Íslendinga í skori var Íslandsmetið í Sveigboga karla árið 2012 544 stig í undankeppninni og í þessari keppni 2016 skoruðu 3 menn hærra en það Íslandsmet, og það voru 3 menn til viðbótar rétt undir því meti.
Allir flokkarnir í bogfimi hafa bætt sig í en þetta gefur dæmi um það hve framförin hefur verið gífurlega mikil á síðustu 3-4 árum í íþróttinni.
Gullið unnu.
Guðmundur Smári Gunnarsson Sveigbogi Karla
Guðjón Einarsson Trissubogi Karla
Helga Kolbrún Magnúsdóttir Trissubogi Kvenna
Kelea Josephine Alexandra Quinn Sveigbogi Kvenna (keppandi frá Canada)
Nánari niðurstöður er hægt að sjá í pdf skjölunum hér fyrir neðan.
Einstaklingarnir sem voru valdir til að taka við RIG2016 Viðurkenninguni á lokahátíðinni (lítil stytta) Voru Kelea og Guðjón.