Þorsteinn með Íslandsmet á Evrópubikarmóti fatlaðra

Þorsteinn Halldórsson úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti í dag á Evrópubikarmóti fatlaðra (Para-archery European Cup leg 2) í trissuboga fatlaðra opnum flokki.

Undankeppnin var í dag og þar sem Þorsteinn skoraði 650 stig sem er nýtt Íslandsmet í trissuboga fatlaðra opnum flokki. Metið var áður 646 stig sem Þorsteinn átti síðan 2016 í undankeppni Ólympíumóts fatlaðra 2016.

Þorsteinn er að undirbúa sig fyrir að vinna sæti á Ólympíumóti fatlaðra (paralympic) aftur í Tokyo 2020.

Þorsteinn situr hjá í fyrsta útslætti en mætir svo Alberto Simonelli frá Ítalíu rétt eftir hádegi á morgun (Ísl. tíma)

Heildarúrslit er hægt að finna hér.

Archeryeurope síðan

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.