Þorsteinn með góða frammistöðu á HM fatlaðra í Dubai í dag

Þorsteinn Halldórsson sló Íslandsmet fatlaðra utandyra með skorið 661 á Heimsmeistaramóti fatlaðra í Dubai í dag, en metið var áður 646. Þorsteinn var í 16 sæti í undankeppni mótsins sem er frábær árangur.

Þorsteinn sat hjá í fyrstu umferð lokakeppni og keppti svo í annari umferð lokakeppni gegn Sabin Soare frá Rúmeníu sem hann vann 139-134.

Ef Þorsteinn heldur áfram að bæta sig eru góðar líkur á því að við sjáum hann aftur á Ólympíumóti Fatlaðra í París fyrir Íþróttasamband Fatlaðra.

Í næstu umferð lokakeppni mun Þorsteinn mæta Fernando Gale Montorio frá Spáni. Ef Þorsteinn vinnur þann útslátt kemst hann í 16 manna úrslit og líklegt að hann mæti þar Bair Shigaev sem var efstur í undankeppni mótsins. Bair keppir fyrir hönd Rússneska Bogfimisambandsins RAF en ekki fyrir Rússland, það er sökum 4 ára banns Rússlands frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna ríkisstuddra lyfjamisnotkunar þar í landi. Ákveðnir keppendur í ákveðnum íþróttum fá að keppa þar sem þeir eru taldir hlutlausir gagnvart hátterni Rússlands en þeim er meinað að keppa undir fána Rússlands.

Mögulegt er að fylgjast með framgangi HM fatlaðra í Dubaí á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=10133

Myndir af mótinu er hægt að finna hér. https://worldarchery.smugmug.com/PARA/DUBAI-2022

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.