Anna María í 4 sæti á EM í bogfimi í Slóveníu

Brons úrslita leiknum á milli Önnu Maríu Alfreðsdóttir og Ipek Tomruk frá Tyrklandi var að ljúka rétt í þessu.

Hér er mögulegt að horfa á brons leikinn í heild sinni

Leikurinn byrjaði mjög jafn. Anna María byrjaði einu stigi undir í fyrstu umferðinni 28-29. Stelpurnar jöfnuðu svo næstu umferð báðar með fullkomið skor 30-30 og jöfnuðu svo aftur umferð þrjú 29-29 og staðan var því 87-88 í leiknum og tvær umferðir eftir. Í fjórðu umferð náð sú Tyrkneska að auka forskotið í 3 stig Anna skaut 27 og sú Tyrkenska 29. Anna átti svo flotta loka umferð 29 en sú Tyrkneska gaf ekki færi á sér og skaut fullkomið skor í síðustu umferðinni 30 og tók brons leikinn 147-143.

Þetta var mjög flott frammistaða hjá Önnu bæði í brons leiknum og á mótinu í heild sinni en svona er þetta þegar verið er að keppa á hæsta stigi minnsti munur er munurinn á sigri eða tapi og dagsformið segir oft meira til um úrslit en getustig.

Anna María sló einnig fimm Íslandsmet á EM:

  • Íslandsmet í útsláttarkeppni trissuboga kvenna U21
  • Landsliðs Íslandsmet í undankeppni liða trissuboga kvenna U21 og sama met í Opnum flokki (fullorðinna)
  • Landsliðs Íslandsmet útsláttarkeppni liða trissuboga U21 og sama met í Opnum flokki (fullorðinna)

Arina Cherkezova frá Rússlandi vann gullið í trissuboga U21 kvenna eftir sigur á Lok Songul 148-144.

Anna endaði í 5 sæti í liðakeppni eftir 229-222 tap gegn Ítalíu í 8 liða úrslitum á EM ásamt liðsfélögum sínum Söru Sigurðardóttir og Freyju Dís Benediktsdóttir. Liðsfélagar Önnu duttu út í 32 manna lokakeppni EM á gegn keppendum frá Bretlandi og Danmörku.

Trissuboga U21 kvenna landslið Ísland er orðið mjög sterkt og mikil samkeppni á milli þeirra. Til dæmis um það má nefna að Trissuboga U21 kvenna liðið skoraði einnig hærra skor í undankeppni og útsláttarkeppni en trissuboga kvenna lið fullorðinna (opinn flokkur). Og Anna var í fjórða sæti á Íslandsmóti U21 2022 sem var 3 vikum fyrir EM. Þó að við teljum að Anna sé örugglega mun ánægðari með 4 sætið á EM en með 4 sætið á Íslandsmóti U21.

Það jákvæða við innlendu samkeppnina er að Ísland mun skipa mjög sterku liði trissuboga kvenna U21 á mót í framtíðinni sem ætti að eiga góða möguleika á því að keppa til verðlauna á EM 2023.

1 Trackback / Pingback

  1. Sex keppendur á leið á EM ungmenna í bogfimi. Ísland tekur þátt í fyrsta sinn með eitt af sterkustu liðum mótsins - Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.