Þorsteinn í 9 sæti á EM

Þorsteinn Halldórsson í Íþróttafélaginu Akri á Akureyri sýndi fína frammistöðu og endaði í 9 sæti á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem haldið er í Róm Ítalíu 30 júlí – 7 ágúst

Þorsteinn var ekki að skjóta upp á sitt besta í undankeppni mótsins og endaði í 26 sæti með 660 stig, en hann bætti vel upp fyrir það í lokakeppni mótsins þar sem hann vann Pascal Heritier frá Sviss í 32 manna lokakeppni en tapaði svo gegn Serhiy Atamanenko frá Úkraínu í 16 manna úrslitum 142-145 og lokaniðurstaðan því 9 sæti á EM fatlaðra að þessu sinni.

Þorsteinn er sem stendur í 39 sæti á heimslista fatlaðra  og í 21 sæti á Evrópulista fatlaðra en líklegt að hann hækki upp í topp 30 á heimslista og mögulega í topp 15 á Evrópulista eftir mótið. En það kemur ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum eftir að mótinu lýkur þegar búið er að uppfæra heims- og Evrópulista.

Mótinu er að ljúka og verða gull og brons úrslitaleikir á EM fatlaðra haldnir um helgina. Þó að Þorsteinn sé ekki að keppa þar er alltaf gaman að sjá hversu hugvitsamir einstaklingar í íþróttinni geta verið s.s. þá sem skjóta með fótum í stað handa og alltaf áhugavert að sjá blindraflokkinn í bogfimi. Mögulegt er að fylgjast með gull/brons úrslitaleikjunum á youtube rás Evrópusambandsins.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.