Ingólfur Birkir Eiríksson Íslandsmeistari

Ingólfur Birkir Eiríksson úr Aftureldingu á Reykhólum vann Íslandsmeistaratitil berboga karla U16 á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina í Bogfimisetrinu.

Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitil einstaklinga sem UMF Afturelding á Reykhólum hefur unnið til. Félagið var stofnað árið 1924 og verður því 100 ára í ár!!

Ingólfur vann gull úrslitaleikinn í berboga karla U16 örugglega 6-0 á móti liðsfélaga sínum Svani Gilfjörð Eiríkssyni úr Aftureldingu. Dagur Ómarsson úr Boganum í Kópavogi tók bronsið.

Á Íslandsmótum í bogfimi er einnig keppt í félagsliðakeppni og þar tók Ingólfur bronsið fyrir Reykhóla ásamt liðsfélaga sínum Rakel Rós Brynjólfsdóttir.

Fyrsti einstaklings Íslandsmeistaratitill í 100 ára sögu íþróttafélags síns bæjarfélags. Er það ekki afrek sem er saga til næsta bæjar.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleikinn í heild sinni hér: