Þórdís Unnur Bjarkadóttir átti vægast sagt árangursríkt Íslandsmót ungmenna helgina 4-5 febrúar. Þar tók hún samtals 6 Íslandsmeistaratitla og sló 6 Íslandsmet sem er besti árangur allra keppenda á mótinu og því hæglega hægt að kalla hana leikmann mótsins á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi.
Þórdís Unnur vann alla Íslandsmeistaratitla sem hún keppti um á U16/U18 Íslandsmótinu á laugardeginum báða Íslandsmeistaratitla U16 (kvenna og óháð kyni) og átti hlutdeild í báðum U16 Íslandsmeistaratitlum félagsliða (kvenna og blandað lið).
Þórdís Unnur keppti einnig deginum síðar (sunnudeginum) á Íslandsmóti U21 þar sem hún átti hlutdeild í báðum Íslandsmeistaratitlum í félagsliðakeppni (kvenna og blandað lið) og í einstaklingskeppni U21 kvenna vann hún bronsið í og var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í trissuboga U21 (óháð kyni), en sá leikur var æsispennandi og endaði í jafntefli 138-138 og þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara (ein ör hærra skor vinnur), þar skutu báðir keppendur 9 en andstæðingurinn var nær miðju. Vert er að geta að andstæðingur Þórdísar í þeim leik var í 4 sæti á EM U21 2022.
Trissubogi kvenna er mjög erfiður flokkur á Íslandi þar sem eru keppendur sem keppt hafa á Evrópuleikum fullorðinna og flestir þeirra bestu hafa verið í top 8 eða top 4 sætum á Evrópumeistaramótum U21. Íslenska trissuboga kvenna liðið er einnig í 10 efstu sætum á Evrópulista, og því gífurlega sterk frammistaða hjá Þórdísi að geta barist jafnt við þá bestu og oft haft betur þrátt fyrir ungan aldur. Þetta er síðasta ár Þórdísar í U16 flokki og hún ætlar sér að eigna sér öll Íslandsmetin í U16 flokki áður en hún verður of gömul til þess að keppa í honum.
Einstaklings Íslandsmeistaratitlar sem Þórdís vann:
- Trissubogi U16 kvenna Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Trissubogi U16 Þórdís Unnur Bjarkadóttir (keppni óháð kyni)
Félagsliða Íslandsmeistaratitlar sem Þórdís átti hlutdeild í:
- Trissubogi U21 kvenna lið BF Boginn (Freyja Dís Benediktsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir)
- Trissubogi U21 blandað lið BF Boginn (Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Ísar Logi Þorsteinsson)
- Trissubogi U16 kvenna lið BF Boginn (Aríanna Rakel Almarsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir)
- Trissubogi U16 blandað lið BF Boginn (Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon)
Einstaklings Íslandsmet sem Þórdís sló:
- Trissubogi útsláttarkeppni U16 kvenna 146 stig (var 145)
- Trissubogi U18 WA undankeppni kvenna 558 stig (var 550 áður)
- Trissubogi útsláttarkeppni U18 WA kvenna 141 stig (var 140 áður)
Félagsliða Íslandsmet sem Þórdís átti hlutdeild í:
Trissubogi undankeppni U16 kvenna lið 1128 stig (var 1103)
BF Boginn Aríanna Rakel Almarsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir
Trissubogi undankeppni U16 blandað lið 1131 stig (var 1072)
BF Boginn Þórdís Unnur Bjarkadóttir + Magnús Darri Markússon
Trissubogi undankeppni U21 kvenna lið 1119 stig (var 1103)
BF Boginn Freyja Dís Benediktsdóttir + Þórdís Unnur Bjarkadóttir
Þórdís Unnur er í nýju formi hæfileikamótunar BFSÍ sem er á tilraunstigi sem stendur og er áætluð til keppni á báðum Evrópubikarmótum ungmenna utandyra í sumar (í Slóveníu í maí og Sviss í júní) og á Veronicas Cup world ranking event þar sem hún mun keppa í fyrsta sinn alþjóðlega í fullorðinsflokki. Þórdís mun einnig keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi þar sem hún vonast til þess að taka annan Norðurlandameistaratitil í U16 flokki á sínu síðasta ári í aldursflokknum.
Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.
Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.
Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland
Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og í mótakerfi BFSÍ
Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug
40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina