Þjálfaranámskeið forskráning og netfundur 27 okt

Áætlað er að BFSÍ haldi WorldArchery þjálfaranámskeið á Íslandi 2022. Mögulega bæði WA þjálfarastig 1 og 2, það mun fara eftir forskráningu og þátttöku í netfundi 27 október kl 19:00.

Sem undirbúning fyrir skipulagningu þjálfaranámskeiða 2022 mun BFSÍ halda netfund með þjálfararkennaranum og þeim einstaklingum sem hafa áhuga á þjálfaramenntun innan aðildarfélaga BFSÍ. Mikilvægt er að allir þeir sem stefna að því að taka þjálfaranámskeið á næsta ári (2022) taki þátt í þeim netfundi

Skráning á netfundinn fer fram í gegnum aðildarfélög BFSÍ. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt hafðu samband við félagið þitt og óskaðu eftir því að láta forskrá þig á námskeiðið.

Æskilegt er að félögin sendi einstaklinga sem eru virkir í starfi félagsins s.s. að hjálpa reglubundið til eða leiðbeina á æfingum félagsins (ekki bara íþróttafólk). BFSÍ mun reyna að vera eins liðleg á kröfum og mögulegt er. Hægt er að sjá nánar um þjálfaramenntun fyrir neðan.

Þjálfaramenntun