Sveinn Sveinbjörnsson lætur aldurinn ekki hafa áhrif á sig og er meðal virkustu iðkenda Bogfimifélagsins Bogans í Kópavogi og æfir sig daglega. Sveinn er án vafa elsti virki keppandinn í íþróttinni fæddur nokkrum mánuðum fyrir sjálfstæði Íslands en samt vel sprækur að keppa við hina bestu á Íslandi sem eru flest allir fæddir á annarri öld.
Eins og sagt er “æfingin skapar meistarann” og þrátt fyrir að Sveinn hafi byrjað í bogfimi 76 ára sér til dægrardvalar og gamans og hafi aldrei verið að miða á að keppa eða verða afreksmaður, þá komst hann fljótt að því að hann væri frekar góður í þessu og fékk mjög góð ráð og stuðning frá félagi sínu í Kópavogi. Sveinn er núverandi Íslandsmeistari í 50+ ásamt því að hann tók silfur á Íslandsmeistaramótinu í meistaraflokki árið 2023.
Bikarmótaröð BFSÍ 2024 lauk í gær með síðasta Bikarmóti BFSÍ tímabilið 2023-2024, þar sem að Sveinn var í öðru sæti í undankeppni Bikarmótsins. Sveinn náði með því að lauma sér í þriðja sætið í lokaniðurstöðum Bikarmótaraðar BFSÍ 2024 í meistaraflokki berboga. Sveinn var rétt yfir ofan Guðbjörgu Reynisdóttir sem var í 4 sæti Bikarmótaraðarinnar, en Guðbjörg var í 5 sæti á EM árið 2022. Sem er ansi vel af sér vikið hjá Svein óháð aldri, þar sem að Guðbjörg er en talin líkleg til verðlauna á EM í Króatíu í febrúar 2024.
Sveinn er einnig áætlaður til þátttöku á EM innandyra í febrúar í Króatíu á vegum Bogfimisambands Íslands ásamt 30 öðrum keppendum frá Íslandi, og við getum ekki útilokað að hann gæti unnið til verðlauna þar með berboga karla liðinu miðað við stöðuna. En við getum með nokkru öryggi spáð því að hann muni vera elsti keppandi nokkurrar þjóðar á EM.
Sveinn er líklega einsdæmi í því að byrja jafn seint í íþrótt og hann gerði og samt að ná góðum árangri frekar fljótt. BFSÍ kvaðst ekki þekkja til sambærilegs tilfellis erlendis heldur þó svo að þau útilokuðu það ekki, en mun fleiri öldungar stunda íþróttina erlendis en hérlendis. En þó að við tökum aldurinn ekki inn í dæmið þá er árangur Sveins samt óvenjulega hraður á stuttum tíma, enda æfir hann mikið, á mikið inni og stefnir nú hátt.
Til að gefa smá samanburð á aldri úr Bikarmótaröð BFSÍ m.v. Svein sem verður 79 ára 2024:
- Meðal aldur hinna keppendanna sem voru í topp 12 í mótaröðinni er 22 ára sem þýðir að Sveinn er 57 árum yfir meðal aldri efstu keppenda
- Næst elsti keppandi af topp 12 er 47 ára, 32 árum yngri en Sveinn
- Þriðji elsti keppandi af topp 12 er 35 ára, 44 árum yngri en Sveinn
- Fjórði elsti keppandi af topp 12 var 22 ára, 57 árum yngri en Sveinn
- Samanlagður aldur hinna þriggja keppendanna í topp 4 í berbogaflokki er 55 ára (18+15+22).
Þó að við séum að skrifa frétt um Svein vegna þess hve óvenjulegt það er að iðkendur á hans aldri nái slíkum árangri, og þá sérstaklega á stuttum tíma eftir að hafa byrjað seint í íþróttinni, þá dregur það ekki úr árangrinum sem hann hefur og er að ná, ef eitthvað er þá lyftir það undir hann.
Sveinn er frábært fordæmi fyrir aðra öldunga að það er aldrei of seint að finna lífsköllunina sína og maður er aldrei “of gamall” til að byrja á einhverju nýju í lífinu. Hver veit kannski endar maður á EM. Aldur er ekki hömlun það er bara talning á því hve oft jörðin hefur farið í kringum sólina 😊
Gaman er að geta þessa að þó að ég sem skrifa þessa frétt sé maðurinn sem tók gullið af Svein í úrslitaleiknum á Íslandsmeistaramótinu í meistaraflokki berboga 2023, þá myndi ég telja það góða fjárfestingu að veðja á að Sveinn að vinna mig á Íslandsmeistaramótinu 2024 þó að ég sé helmingi yngri 😅