Maria Kozak efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðar 2023

Maria Kozak í Skotfélagi Ísafjarðar var meðal þeirra 14 sem tilnefnd voru í vali um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðar og á Íþróttahátíð Ísafjarðar/HSV fór fram á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 hreppti Maria titilinn.

Maria Kozak vann m.a. Íslandsmeistaratitil U18 kvenna innandyra og utandyra ásamt því að vinna Norðurlandameistaratitilinn í U18 flokki árið 2023. Maria er einnig áætluð til keppni á EM innandyra í febrúar, þar sem hún er talin líkleg til verðlauna.

https://hsv.is/frettir/Efnilegasti_ithrottamadur_Isafjardarbaejar_Tilnefningar_2023/

Maria á NM ungmenna ásamt stelpunum sem frá Danmörku og Svíþjóð sem voru í topp 3 sætunum.

Maria Kozak átti frábært fyrsta keppnis ár í bogfimi 2023, þar sem hún tók 5 Íslandsmeistaratitla, 2 Íslandsmet og 2 verðlaun á alþjóðlegum mótum í U18 berboga flokki.

Maria vann alla fjóra U18 Íslandsmeistaratitla einstaklinga á árinu, kvenna titilinn utandyra og innandyra og titlana óháða kyni innandyra og utandyra. Maria sló einnig Íslandsmet í einstaklingskeppni U18 kvenna utandyra á árinu.

Maria vann einn Íslandsmeistaratitil í félagsliðakeppni fyrir Skotíþróttafélag Ísafjarðar ásamt liðsfélaga sínum Kristjönu Rögn Andersen, þar sem þær slógu einnig félagsliða Íslandsmet U18 á Íslandsmótinu.

Maria vann einnig Norðurlandameistaratitil U18 kvenna í einstaklingskeppni og vann silfur í liðakeppni NM.

Ansi gott start á íþróttaferli, geri aðrir betur á fyrsta ári.

Það er staðfest að Maria mun keppa á Evrópumeistaramóti U21 í Króatíu í febrúar 2024 í berboga kvenna fyrir Bogfimisamband Íslands, þar sem hún er talin vænleg til verðlauna á EM í sínum flokki. Einnig eru taldar miklar líkur á því að hún keppi aftur á Norðurlandameistaramóti ungmenna í U21 flokki í Danmörku í júlí 2024.

Stutt samantekt af árangri Maria á árinu 2023:

  • Norðurlandameistari berbogi kvenna U18
  • Silfur á NM liðakeppni berboga kvenna U18
  • Íslandsmeistari berbogi kvenna U18 innandyra
  • Íslandsmeistari berbogi óháð kyni U18 innandyra
  • Íslandsmeistari berbogi kvenna U18 utandyra
  • Íslandsmeistari berbogi óháð kyni U18 utandyra
  • Íslandsmeistari berbogi kvenna U18 félagsliða innandyra
  • Íslandsmet berbogi kvenna U18 utandyra 479 stig
  • Íslandsmet berbogi kvenna U18 félagsliðakeppni 811 stig