Svanur Gilsfjörð Bjarkason úr Aftureldingu á Reykhólum vann Íslandsmeistaratitil berboga U16 félagsliðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Ásborg Styrmisdóttir á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina í Bogfimisetrinu. Ásborg og Svanur settu einnig Íslandsmetið í berboga U16 félagsliðakeppni á mótinu með skorið 905, en metið var áður 439 stig.
Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta Íslandsmet sem UMF Afturelding á Reykhólum slær í sögu félagsins, ásamt því að vera fyrsti Íslandsmeistaratitil félagsliða í sögu félagsins. Félagið var stofnað árið 1924 og verður því 100 ára í ár!!
Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi
- Félagsliða (óháð kyni)
- Einstaklinga karla/kvenna
- Einstaklinga (óháð kyni)
Svanur komst í gull úrslitaleik berboga karla U16 og mætti þar liðsfélaga sínum Ingólfi Birki Eiríkssyni, þar enduðu leikar 6-0 fyrir Ingólfi og Svanur tók því silfrið í berboga U16 karla. Dagur Ómarsson úr Boganum í Kópavogi tók bronsið.
Svanur komst einnig í brons úrslitaleikinn um titilinn í berboga U16 (óháð kyni). Svanur mætti þar Degi Ómarssyni úr Boganum í Kópavogi í mjög jöfnum leik þar sem að Svanur tók sigurinn 6-4 og því bronsið í berboga U16. Ragnheiður Íris Klein úr Hróa í Hafnarfirði tók gullið og Ásborg Styrmisdóttir liðsfélagi Svans tók silfrið í berboga U16 (óháð kyni).
Að vera sá fyrsti í næstum 100 ára sögu íþóttafélags síns bæjarfélags til þess að vinna Íslandsmeistaratitil félagsliða, slá fyrsta Íslandsmet félagsliða og tvö einstaklings verðlaun til viðbótar. Er hægt að gera neitt annað en að vera hryllilega stoltur af slíkum árangri?
Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: