Keppni Íslenska sveigboga kvenna liðsins á Evrópubikarmótinu lauk í dag. Síðasti leikurinn stelpnana okkar var í 16 liða úrslitum Evrópubikarmótsins gegn Þýskalandi, ríkjandi Evrópumeisturum og besta liði í heiminum m.v. heimslista.
Íslensku stelpurnar stóðu sig vel og náðu næstum að vinna fyrstu umferðina þar sem umferðin endaði 49-48 fyrir Þýskalandi. Þær Þýsku tóku svo næstu tvær umferðir líka og leikurinn endaði því 6-0 (2 stig erum gefin fyrir að vinna umferð og það lið sem nær fyrr 5 stigum vinnur leikinn)
Stelpurnar okkar voru mjög ánægðar með leikinn sérstaklega þar sem þær náðu að standa í hárinu á sterkustu þjóð í heiminum (m.v. heimslista) og stelpurnar okkar enduðu í 9 sæti á Evrópubikarmótinu.
Evrópubikarmótinu er þó ekki lokið og trissuboga undankeppni er síðar í dag. Einnig er keppni ekki lokið um þátttökurétt á Evrópuleikana sem fer fram á fimmtudag og föstudag. En það mun koma í fréttum síðar eftir að þeim hlutum keppninnar lýkur á næstu dögum.