Níu keppendur á leið á Evrópubikarmót í Bretlandi 1-9 apríl og að keppa um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023

Eftirfarandi keppendur munu keppa á Evrópubikarmótinu í Lilleshall í Bretlandi 1-9 apríl.

Trissubogi kvenna

 • Anna María Alfreðsdóttir
 • Eowyn Marie Mamalias
 • Freyja Dís Benediktsdóttir

Sveigbogi kvenna

 • Marín Aníta Hilmarsdóttir
 • Valgerður E. Hjaltested
 • Astrid Daxböck

Trissubogi karla

 • Alfreð Birgisson
 • Dagur Örn Fannarsson
 • Gummi Guðjónsson

Áætlað er að okkar keppendur og lið hækki ágætlega á heimslista á þessu móti og að meirihluti keppenda BFSÍ verði í úrslitum í einstaklings eða liðakeppni (top 16).

Besti möguleiki okkar á verðlaunum á Evrópubikarmótinu væri í trissuboga kvenna liðakeppni. En við skoðum niðurstöðurnar bara eftir að mótinu líkur.

Mögulegt verður að fylgjast með úrslitum mótsins á ianseo.net

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=13479

https://www.worldarchery.sport/competition/25456/

Undankeppni Evrópuleika

Allir keppendurnir sem eru að fara fyrir hönd BFSÍ á Evrópubikarmótið eiga möguleika á því að vinna þátttökurétt Evrópuleikana 2023 (EL) og síðustu þátttökuréttum á EL verður úthlutað á mótinu.

Margir utan íþrótta rugla saman Evrópuleikum (EL) og Evrópumeistaramótum (EM) og kannski meira við hæfi að kalla Evrópuleikana “Ólympíuleika Evrópuþjóða” eða “Evrópsku Ólympíuleikarnir”.

Nokkrar villur eru í reglu skjali um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 í bogfimi  (s.s. að allir keppendur í bogfimi verða að fylgja reglum Badminton Europe…). Íþróttastjóri BFSÍ sendi vinalega ábendingu um allar villur í skjalinu til Evrópusambandsins í ágúst 2022 en þær hafa ekki en verið lagaðar en sem komið er.

Endanlegt val keppenda á EL er í höndum ÍSÍ þar sem EL eru mót á vegum ÍSÍ, en BFSÍ forgangsraðar íþróttamönnum byggt á sínum reglum og sendir þau meðmæli inn til ÍSÍ.

Í mjög stuttu máli er forgangsröð í reglum BFSÍ svona:

Sá sem vinnur þátttökurétt á EL fær fyrstur færi á að nota þann þátttökurétt, hinum keppendum er svo raðað upp þar á eftir í forgangsröð byggt á tveim bestu skorum sínum í undankeppni í mótum síðustu 12 mánuðum.

Til þess að nýta þátttökurétt á Evrópuleika þarf viðkomandi einnig að sýna fram á að geta náð lágmarks skorviðmiðum fyrir leikana.

Anna, Freyja, Eowyn, Alfreð og Marín hafa öll náð lágmark viðmiðum og því talið líklegast að þau eigi mestan möguleika á því að vinna þátttökurétt á EL. Hinir geta náð því á Evrópubikarmótinu í Lilleshall eða í síðasta lagi fyrir lok apríl. Ef viðkomandi keppandi getur ekki sýnt fram á að hann geti náð lágmarksskorviðmiði fyrir EL mun þátttökurétturinn renna til næsta keppanda í forgangs röð BFSÍ.

Val fyrirkomulag BFSÍ var hólað mikið á mánaðarlegum fjarfundum landssambanda á vegum World Archery í febrúar og regluverkið hefur staðið að mestu óbreytt frá árinu 2019. Íslenska regluverkið var notað sem dæmi af World Archery sem aðrar þjóðir gætu fylgt á fundinum. Íþróttastjóri BFSÍ þýddi reglugerðina á Ensku svo að heimssambandið gæti kynnt það og einnig sent það út til annarra landssambanda eftir fundinn. Ísland ásamt landsliðs val ferli Suður-Kóreu, Bandaríkjana, Bretlands, Tyrklands og Ísrael, voru þjóðirnar sem voru notaðar sem sýnidæmi og sniðmát fyrir aðrar þjóðir til að fylgja. Þar sem mismunandi val ferli á við eftir stærð og virkni þjóða hverju sinni.

Þátttökuréttir sem veittir eru á Evrópuleikana eru eftirfarandi (hver þjóð getur aðeins fengið einn þátttökurétt í hverri keppnisgrein):

 • Trissubogi kvenna: 16 einstaklings þátttökuréttir (16 þjóðir)
 • Trissubogi karla: 16 einstaklings þátttökuréttir (16 þjóðir)
 • Sveigbogi kvenna: 8 liða þátttökuréttir og 24 einstaklings þátttökuréttir (32 þjóðir, samtals 48 íþróttamenn)
 • Sveigbogi karla: 8 liða þátttökuréttir og 24 einstaklings þátttökuréttir (32 þjóðir, samtals 48 íþróttamenn)

Tvö mót gefa þátttökurétt á Evrópuleikana 2023. EM árið 2022 og Evrópubikarmót 2023. Meirihluta þátttökurétta á Evrópuleikana hefur þegar verið úthlutað á EM 2022. Fjöldi þátttökurétta sem á eftir að úthluta og verður keppt um Evrópubikarmótinu eru:

 • Trissubogi kvenna: 5 einstaklings þátttökuréttir (plús 2 einstaklings wild cards)
 • Trissubogi karla: 5 einstaklings þátttökuréttir (plús 2 einstaklings wild cards)
 • Sveigbogi kvenna: 2 liða þátttökuréttir og 5 einstaklings þátttökuréttir (plús 3 einstaklings wild cards)
 • Sveigbogi karla: 2 liða þátttökuréttir og 5 einstaklings þátttökuréttir (plús 3 einstaklings wild cards)

Wild cards á Evrópuleika er venjulega úthlutað til þjóða sem unnu ekki þátttökurétt á leikana. Ef til kemur að þátttökuréttur verður aflögu er honum úthlutað til næsta íþróttamanns í röðinni sem komst ekki inn á leikana á Evrópubikarmótinu.

Íslensku keppendurnir eiga góðar líkur á því að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana og því ólíklegt að við fáum Wild card. En ef ske kynni að við vinnum ekki þátttökurétt þá eru gífurlega háar líkur á því að Ísland fái Wild Card. En það er algerlega óljóst í hvaða flokki við fengjum Wild card ef sú staða kemur upp.

Miðað við tölfræði eru mestar líkur á að Íslandi vinni einstaklings þátttökurétt Evrópuleikana í sveigboga kvenna og fínar líkur á trissuboga kvenna þátttökurétti líka. Það er ólíklegt að við náum þátttökurétti í trissuboga karla þar sem að eftirfarandi hafa ekki en unnið þátttökurétt á EL í trissuboga karla: Nico Weiner (heimsmeistarinn), Domagoj Buden (heimsmeistarinn í víðavangsbogfimi), Gilles Seywert (silfur verðlaunahafi síðustu EL), Anders Faugstad (vann silfur á HM) o.fl. Bretland og Þýskaland hafa ekki heldur en náð manni inn á leikana og aðeins 5 þátttökuréttir eftir í boði. Trissuboga karlarnir okkar eru því “underdogs” en mótið er ekki búið og allt getur gerst 😊

Einnig er hægt að vinna þátttökurétt á Ólympíuleikana í sveigboga á Evrópuleikunum. En aðeins er einn þátttökuréttur á Ólympíuleikana í boði og einn mixed team þátttökuréttur. Almennt er það sigurvegari Evrópuleikana í mixed team og einstaklinga sem fær þá þátttökurétti.

Þessi frétt er gróf samantekt á tæknilegum upplýsingum um Evrópuleikana, en vel vert að birta fyrir áhugasama lesendur.