Stelpurnar betri í bogfimi

Heba, Marín og Freyja leiða listann í Bikarmótaröð Bogfimisambandsins Íslands (BFSÍ) innandyra, eftir að fyrsta Bikarmóti BFSÍ lauk á laugardaginn.

  • Heba Róbertsdóttir leiðir í berboga með 491 stig (Boginn – Kópavogur)
  • Freyja Dís Benediktsdóttir leiðir í trissuboga með 570 stig (Boginn – Kópavogur)
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir leiðir í sveigboga með 564 stig (Boginn – Kópavogur)

Keppni á bikarmótinu í Meistaraflokki er kynlaus og stelpurnar því að standa sig betur en strákarnir í öllum þrem keppnisgreinunum (sveigboga, berboga og trissuboga).

Þrjú bestu skor úr undankeppni Bikarmóta í Bikarmótaröð BFSÍ á þessu tímabili ákvarðar hver verður krýndur Bikarmeistari 2024 og hreppir 50.000.kr verðlaunaféð í sinni keppnisgrein.

Sigurvegarar Bikarmóts BFSÍ á laugardaginn eftir útsláttarkeppni (úrslit) á fyrsta móti tímabilsins voru eftirfarandi og hrepptu þeir bikar í verðlaun:

  • Guðbjörg Reynisdóttir í berboga kvenna (Hrói – Hafnarfjörður)
  • Freyja Dís Benediktsdóttir í trissuboga kvenna (Boginn – Kópavogur)
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir í sveigboga kvenna (Boginn – Kópavogur)

Margt og mikið gerðist á fyrsta Bikarmóti BFSÍ á tímabilinu og hér er fjallað stutt um nokkur markverð atriði sem gerðust á mótinu eða í tengslum við mótið.

Heba Róbertsdóttir

Heba Róbertsdóttir stóð sig frábærlega og var í raun ekki langt frá því að taka Evrópumetið í U21 flokki á Bikarmótinu. Núverandi Evrópumetið er 513 stig og Heba skoraði 491 stig á Bikarmótinu. Hebu gekk frábærlega í seinni hálfleik Bikarmótsins þar sem hún skoraði 259 stig, en fyrri hálfleikurinn hjá henni var ekki eins góður þar sem hún skoraði aðeins 232 stig. Ef Heba hefði skorað það sama í fyrri hálfleik og hún gerði í seinni þá hefði hún slegið Evrópumetið með 5 stigum, jæja takk fyrir (259*2=518). Einnig fréttist af því að stuttu fyrir Bikarmótið hafi Heba tekið skor í ungmennadeild BFSÍ þar sem hún skoraði 248 stig í fyrri hálfleik og 257 stig í seinni hálfleik sem er 505 stig og slær Íslandsmetið í Meistaraflokki og U21 flokki kvenna. Það verður þó ekki formlegt fyrr en að ungmennadeildinni lýkur og skor allra keppenda eru birt við lok mánaðar. Heba er aðeins þriðja persóna á Íslandi til að skora yfir 500 stig í berboga, Guðbjörg Reynisdóttir á núverandi Íslandsmetið með 503 stig og Guðbjörg tók einnig sigurinn á bikarmótinu í útsláttarkeppni mótsins. Vænlegt landslið til verðlauna á EM, sem þessar stelpur munu leiða í framtíðinni í berboga kvenna.

Marín Aníta Hilmarsdóttir

Marín Aníta Hilmarsdóttir stóð sig einnig glæsilega og jafnaði Íslandsmetið í Meistaraflokki og U21 sveigboga kvenna, sem hún á sjálf , með hæsta skorið í sveigbogaflokki á Bikarmótinu 564 stig. Skor sem hefði skila henni topp 10 sæti á EM U21 innandyra 2019

Freyja Dís Benediktsdóttir á EM innandyra 2022

Freyja Dís Benediktsdóttir var með hæsta skorið í trissubogaflokki 570 stig en einnig fréttist af því að stuttu fyrir Bikarmótið hafi Freyja slegið U21 Íslandsmetið í ungmennadeild BFSÍ í vikunni fyrir mótið, þar sem hún skoraði 575 stig og uppaði Íslandsmet Önnu Maríu Alfreðsdóttir  um 1 stig en það var 574 stig. En það verður ekki formlegt met fyrr en að ungmennadeildinni lýkur við lok mánaðarins og niðurstöður birtar úr því formlega.

Það verður spennandi að sjá hvernig Íslandi mun ganga á EM innandyra í Króatíu í febrúar þar sem að Ísland er að skipa mörgum efnilegum keppendum þanngað. Kannski sjáum við fyrsta Evrópumeistaratitil Íslands í bogfimi og jafnvel Evrópumet líka.

Mynd af Íslenska liðinu á EM innandyra í Slóveníu 2022

Akureyringar mættu á Bikarmótið í nýju appelsínugulu keppnistreyjunum og look-uðu mjög professional út á mótinu, og skemmtileg tilbreyting að sjá meira litróf í félagsbúningum í bogfimi og Akureyringar auðþekkjanlegir frá öðrum.

Hvar er Alli?

Úrslitaleikir á Bikarmótinu í trissuboga voru æsi spennandi og bæði brons og gull úrslitaleikurinn enduðu í bráðabana sem voru mjög jafnir. Báðir bráðabanarnir enduðu með 10 og ör sem var næstum að snerta 10 línuna. En nægilegt til þess að ákvarða sigurvegara leiksins án þess að mæla hvor lenti nær miðju.

Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 15 ára í sveigboga er vert að nefna sérstaklega þó að illa hafi gengið hjá henni í seinni hálfleik Bikarmótsins. Ætlunin hefur verið lengi að skrifa fréttagrein um Önnu sem gífurlega efnilega stelpu í sveigboga, en það hefur alltaf endað á milli frétta eða aðrir hafa staðið sig vel í öðrum keppnisgreinum og það skyggt á hennar árangur. Anna hefur slegið U16 Íslandsmet Marínar Anítu, sem er okkar fremsti keppandi í sveigboga í dag, með miklum mun nokkrum sinnum. Metið hjá Marín var 573 stig sem hún setti á síðasta árinu sínu í U16 flokki árið 2019. Anna er nú búin að hækka U16 metið nokkrum sinnum upp í núverandi metið sem er 589 stig af 600 mögulegum, en þetta er síðasta ári Önnu í U16 flokki. Anna vann bronsið á Bikarmótinu um helgina í meistaraflokki og var um tíma í 2 sæti í undankeppni mótsins á hælum Marínar. Keppandi sem er vel vert að fylgjast vel með og mun án vafa vera efnilegur kandidat í meistaraflokk landslið í framtíðinni þegar hún verður eldri.

Anna Guðrún á NM ungmenna 2023

Næsta Bikarmót BFSÍ verður haldið í nóvember

https://mot.bogfimi.is/

https://mot.bogfimi.is/Event/Details/2023049

2 Comments

  1. Sælir meistarar
    Í íslandsmetaskrá er met Guðbjargar 503 stig sem skráð er.

Comments are closed.