Stærsta lið Íslands í sögu íþróttarinnar að keppa á EM

Undankeppni Evrópumeistaramótsins innandyra í Varazdin Króatíu var haldin í dag. Allir 34 keppendur og 11 lið Íslands héldu áfram eftir undankeppni EM og munu keppa í útsláttarleikjum á EM í vikunni. EM lýkur næstu helgi með gull og brons úrslitaleikjum mótsins og Evrópusambandið mun streyma beint frá þeim á Youtube rás þeirra. Líklegt telst að Ísland muni eiga nokkur lið og/eða einstaklinga sem keppa til úrslita þá.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem er mynd af niðurstöðum Íslands eftir undankeppni EM þá er töluvert mikið af niðurstöðum að fjalla um. Enda er Ísland með stærsta lið í sögu íþróttarinnar á mótinu, samtals 34 keppendur og 11 lið (stærsta lið var áður 20 keppendur og 6 lið á EM árið 2022). Það verður því ekki mögulegt að öllu fyrir í einni stuttri frétt og ekki fjallað um margt sem vert er umfjöllunnar. En frekari fréttafluttningur verður að sjálfsögðu af niðurstöðum þegar að mótinu er lokið og loka niðurstöður eru komnar í ljós. En hér fyrir neðan í fréttinni er stiklað á stóru niðurstöðum dagsins sem voru góðar.

Í einstaklingskeppni:

Íslendingar sem unnu sér beint þátttökurétt í úrslitum eftir undankeppni EM eru:

Í meistaraflokki:

 • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í sveigboga kvenna meistaraflokki
 • Guðbjörg Reynisdóttir í berboga kvenna meistaraflokki
 • Anna María Alfreðsdóttir í trissuboga kvenna (mætir Sarah Prieels frá Belgíu í fyrsta leik)
 • Matthildur Magnúsdóttir í trissuboga kvenna (mætir Marcella Tonioli frá Ítalíu í fyrsta leik)
 • Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna (Mætir Andrea Nicole Moccia frá Ítalíu í fyrsta leik)
 • Hinir 13 keppendur Íslands munu þurfa að vinna sína leiki á morgun til þess að komast í úrslit EM. (En einn þeirra leikja er Íslendingur vs Íslendingur og því ljóst að a.m.k. einn Íslendingur til viðbótar mun komast í úrslit EM á morgun)

Í U21 flokki:

 • Þórdís Unnur Bjarkdóttir í trissuboga kvenna U21
 • Baldur Freyr Árnason í berboga U21 karla (mætir Raphael Materna frá Austurríki í fyrsta leik)
 • Ragnar Smári Jónasson í berboga U21 karla (mætir Bastien Bardo Causse frá Frakklandi í fyrsta leik)
 • Auðunn Andri Jóhannesson í berboga U21 karla (mætir Ludvig Rohline frá Svíþjóð í fyrsta leik)
 • Maria Kozak í berboga U21 kvenna (mætir Isabel Plowman frá Bretlandi í fyrsta leik)
 • Heba Róbertsdóttir og Lóa Margrét Hauksdóttir komust báðar í úrslit en fyrsti leikur þeirra verður gegn hver annarri og því aðeins önnur þeirra sem mun halda áfram í úrslitum eftir útsláttarleik þeirra.
 • Hinir 10 keppendur Íslands í U21 flokki munu þurfa að vinna sína leiki á morgun til þess að komast í úrslit EM

Þó að það sé alltaf erfitt að velja á milli hver stóð sig “best” þar sem þetta eru mismunandi keppnisgreinar og verið að bera saman appelsínur og epli, eða fótboltamann og handboltamann, þá eru þó þrír keppendur sem ritandi telur vert að nefna árangur sérstaklega.

 • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í sveigboga kvenna meistaraflokki
 • Guðbjörg Reynisdóttir í berboga kvenna meistaraflokki
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir í trissuboga U21

En þær enduðu allar það hátt í sínum keppnisgreinum í undankeppni EM að þær sitja hjá í fyrstu leikjum útsláttarkeppni EM og tryggðu beinan þátttökurétt í 16 manna úrslit.

Í liðakeppni:

Gengi liða Íslands var gott og öll 11 liðin enduðu í topp 8 sætum undankeppni EM og 5 af 11 liðum Íslands vorum meðal fjögurra efstu í undankeppni EM. Það telst því líklegt að Ísland muni hreppa einhver verðlaun á EM í ár. En of snemmt er að telja eggin áður en þeim er verpt.

Gaman er einnig að geta þess að Ísland átti bæði yngsta og elsta keppanda mótsins. 79 ára gamall Sveinn Sveinbjörnsson, en það munaði ekki miklu þar sem að næst elsti var 5 árum yngri frá Danmörku. 13 ára Magnús Darra Markússon, en það munar aðeins nokkrum mánuðum á honum og næstu 2 yngstu keppendum í aldri. Svo er svo margt annað sem er skemmtilegt að geta frá en verður að bíða til síðar svo að teymið geti farið að borða, sofa og halda áfram keppni hehe

Almennt er útlit fyrir að besti árangur Íslands sæti í undankeppni EM hafi fallið í öllum keppnisgreinum í bæði liða og einstaklingskeppni á mótinu. Sem er gífurleg framför frá árinu 2022 þar sem að Ísland setti áður sína bestu niðurstöðu á EM.

Þetta er stutt frétt sem stiklar á gífurlega stóru, en ljóst að EM sem verður haldið í vikunni (21-24 febrúar) verður spennandi. Þó að það sé erfitt að fylgjast með og fjalla um keppni um 24 Evrópumeistaratitla á sama tíma 😅

Myndir af mótinu er hægt að finna á Smugmug BFSÍ og Smugmug World Archery Europe