Guðbjörg í 8 manna úrslitum EM og sex ungmenni í 8 manna úrslitum EM U21

Fyrstu leikir í einstaklingskeppni á EM í Króatíu voru í gær.

Af 18 keppendum Íslands í meistaraflokki á EM er einn eftir sem komst í 8 manna úrslit. Hinir keppendur Íslands voru slegnir út í 16 manna úrslitum eða útsláttarleikjum mótsins í gær, þó að oft hefði munað svekkjandi littlu í leikjum okkar keppenda að þeir kæmust áfram. Guðbjörg var í 5 sæti á EM 2022 og ætlar sér að bæta þann árangur.

  • Guðbjörg Reynisdóttir topp 8 í berboga kvenna meistaraflokki

Í U21 flokki á EM eru 6 af 16 keppendum Íslands í 8 manna úrslitum. Við vitum nú þegar að Ísland mun eiga a.m.k. einn keppanda sem keppir um gull eða silfur á EM í berboga U21. Þar sem að Lóa og Heba munu mæta hver annarri í 8 manna úrslitum og önnur hvor mun því halda áfram í undanúrslit (topp 4) mótsins. Gull/brons úrslit verða sýnd beint á laugardaginn næstkomandi.

  • Ragnar Smári Jónasson berbogi U21 karla
  • Baldur Freyr Árnason berbogi U21 karla
  • Auðunn Andri Jóhannesson berbogi U21 karla
  • Maria Kozak berbogi U21 kvenna
  • Heba Róbertsdóttir berbogi U21 kvenna
  • Lóa Margrét Hauksdóttir berbogi U21 kvenna

8 manna einstaklings úrslit EM eru haldin fyrri partinn í dag (fimmtudag) og verður ljóst seinni partinn í dag hve margir Íslendingar keppa í gull eða brons úrslitum EM á laugardaginn.

Seinna í dag verða 8 liða úrslit á EM og eftir það sjáum við hvort að eitthvað af 11 Íslensku liðunum sem eru enþá í keppninni muni leika í gull eða brons úrslitaleikjum EM í beinu streymi á föstudaginn.

Á heildina litið hefur gengi Íslands hingað til verið nokkuð á pari við áætlanir. En tilfinningar eru háar enda eru flestir keppenda Íslands á mótinu að keppa á sínu fyrsta EM. Þetta er langstærsti hópur Íslendinga sem keppt hefur á EM og BFSÍ er að setja sér vonir á því að vinna fyrstu verðlaun Íslands á EM innandyra í einstaklingskeppni og liðakeppni á mótinu.

Heildar niðurstöðulista Íslands á EM 2024 hingað til úr alþjóða úrslitabirtingakerfinu ianseo er hægt að finna hér á myndinni. En ítarlegri fréttagreinar verða skrifaðar um hvern einstakling og um gengi Íslands á EM þegar mótinu lýkur og tími gefst til þess (akkúrat núna erum við of upptekin af að keppa á EM til að skrifa um það 😉)