Skráningu á Íslandsmeistaramótið í Víðavangsbogfimi lýkur eftir 7 daga 14 ágúst

Þetta verður fyrsta Íslandsmeistaramót BFSÍ í víðavangsbogfimi (Field archery). Megin tilgangur mótsins er að koma af stað reglulegu haldi Íslandsmeistaramóta í víðavangsbogfimi til þess að kynna og fjölga einstaklingum sem stunda þá íþróttagrein á Íslandi. Einnig eru nokkrir íþróttamenn á Íslandi sem keppa á alþjóðlegum mótum í víðavangsbogfimi bæði stórum (HM/EM) sem og smáum. Má þar helst nefna Guðbjörgu Reynisdóttir sem keppti um brons verðlaun á Evrópumeistaramóti U21 2019 í víðavangsbogfimi í Slóveníu. Því vel kominn tími til þess að reglubundið hald Íslandsmóta í þeirri íþróttagrein verði sett af stað.

Áætlað var undirbúa hald þessa móts með því að halda kynningar viðburð á Íslandsmóti utanhúss 2020, en vegna heimsfaraldurs og verðurfars taldist það ekki æskilegt á þeim tíma.

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt og hafa gaman af og stuðla að því að hald Íslandsmóta í víðavangsbogfimi haldi áfram, verði stærra og þróað frekar í framtíðinni.

Hægt er að finna upplýsingar um víðavangsbogfimi (Field archery) og hvernig slík mót eru haldin og hvernig mótafyrirkomulag virkar hér fyrir neðan.

Íslandsmeistaramót Víðavangsbogfimi (Field) 2021

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.