Rafræn skráning á erlend kvótamót (HM, EM osvfr)

Núna er búið að setja í loftið rafræna skráningu á erlend kvótamót á vegum bogfiminefndarinnar, eins og heimsmeistaramót, evrópumeistaramót, european grand prix og svo framvegis.

Skráninguna er hægt að finna á vefsíðu bogfiminefndarinnar bogfimi.is.

Allar skráningar þurfa að fara í gegnum rafræna skráningar formið annars verða þær ekki teknar gildar. (skráningar sem gerðar voru 2017 og 2018 áður en rafræna skráning fór í gang verða að sjálfsögðu gildar)

Hægt er að finna skráningarskjalið fyrir mót 2018 hér fyrir neðan af bogfimi.is.

http://bogfimi.is/efnisveita/skraning-a-erlendkvotamot/

Skráningar skjal fyrir mót árið 2019 opna sirka um áramót 2017/2018.