Skipulag og dagsskrá Íslmót ungmenna og 50+ innanhúss 2019

Skráningu á Íslm ungmenna og 50+ var að ljúka. Skipulag/dagskrá mótsins og skráningar er hægt að finna hér. http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5124 Úrslit birtast einnig á þessari síðu þegar að mótið hefst 16 Febrúar.

49 skráningar bárust á Íslandsmót Ungmenna, Masters og byrjenda.

Við náðum að koma mótinu öllu fyrir á laugardaginn 16 febrúar í einn langann 11 tíma dag (mátti ekki miklu muna). Við gerum ráð fyrir því að í framtíðinni þegar þátttaka eykst að við þurfum að nota báða dagana. En þar sem það var möguleiki núna þá vildi ég frekar hafa þetta einn langann dag og gefa fólki möguleika á því að leggja fyrr af stað heim.

Það verður haldið annað mót ótengt Íslandsmótinu á Sunnudaginn fyrir þá sem vilja (það getur allur aldur tekið þátt í því móti). Það mót eru bara útsláttarkeppnir og margar útsláttarkeppnir. (þetta mót er test mót fyrir fjáröflun landsliðs og uppsetningu á mismunandi útsláttarflokkum.)

Bland í poka Útsláttarmót (fyrir allann aldur)