Réttur til keppnis á erlend kvóta mót (með betri útskýringum)

Regla um utanfararétt á erlend mót.

Allir mega taka þátt í ÖLLUM erlendum mótum fyrir Íslands hönd svo lengi sem þeir eru meðlimir í félagi sem stundar bogfimi innan ÍSÍ. Hér fyrir neðan er aðeins verið að tala um mót þar sem Ísland má bara senda takmarkað marga keppendur (t.d heimsmeistaramót)

Á 6 fundi bogfiminefndar var kvótaréttur ræddur

Rætt var hverjir færu og hverjir ekki. Sem sagt, hvernig val á fólki færi fram ef takmörk væru fyrir fjölda sem gæti farið.

Niðurstaða: Undankeppnir yrðu notaðar. Það er að segja, síðasta Íslandsmeistaramót, innan- og utanhúss, ákvarðar utanfararrétt. Semsagt hæstu 3 einstaklingarnir í undakeppninni sem vilja fara hafa forganginn til að fara, þeir sem tóku ekki þátt í viðeigandi Íslandsmóti skrást inn í listann með 0 stig og þar af leiðandi neðstir á listanum, ef margir með 0 stig skrá sig sem viljuga til að keppa þá gildir tíminn sem einstaklingurinn skráði sig á listann (fyrstur kemur fyrstur fær). Íslandsmeistarmótið innanhúss gefur rétt til keppnis á innanhúss kvóta mótum árið eftir, Íslandsmeistarmótið utanhúss gefur rétt til keppnis á utanhúss kvóta mótum árið eftir.
Miðast verður við stigafjölda í undankeppni (ranking) ekki loka niðurstöður við niðurröðun á keppnisrétti einstaklinga. Fyrir hvert erlent kvóta mót er ákveðinn ákvörðunarfrestur eða 5 mánuðir fyrir settan dag móts. Það er sirka 3 mánuðum fyrir “preliminary” skráningarfrest erlendis. Ef þeir sem eiga réttinn til keppnis af viðeigandi Íslandsmóti og eru ekki búnir að skrá sig fyrir lok skráningartímanns þá detta þeir aftast á listann, semsagt þeir sem skrá sig eftir að skráningarfrestinum er lokið fara í röð eftir því hvenær þeir skráðu sig, semsagt eftir að skráningarfrestinum lýkur er ekki tekið tillit til skors af viðeigandi Íslandsmóti.

Þeir sem vinna sér inn rétt til keppnis á Ólympíuleikum, Heimsleikum, Evrópuleikum eða öðrum slíkum mótum eiga fyrstir rétt á að nota það sæti og fara á þau mót (þeas þar sem ÍSÍ er úthlutað sæti en ekki keppanda)

Dæmi: 3 menn hafa þegar skráð sig til að vilja fara út og keppa á heimsmeistaramót þegar skráningarfresturinn rennur út, þeir voru í fyrsta og öðru sæti og einn af þeim tók ekki þátt á viðeigandi Íslandsmóti. Viku eftir að skráningarfresturinn rennur út kemur maðurinn sem var í þriðja sæti á Íslandsmeistaramótinu og segjir að hann vilji keppa líka þá er maðurinn í þriðja sæti settur aftastur á listann, þar sem hann skráði sig ekki fyrir skráningartímann.

Ástæðan fyrir þessum langa skráningarfresti er til að fólk geti haft hámarkstíma til að gera sig tilbúið fyrir mótin, æfa sig, finna ódýrt flugfar, skipuleggja frí í vinnu, mögulega finna ódýrari gistingu og slíkt.

Ástæðan fyrir því að allir geta skráð sig á mótið sama hvort að þeir tóku þátt á Íslandsmótinu er til þess að það séu meiri líkur á því að fylla upp í lið til að taka þátt í liðakeppni, og til að koma á móts við þá sem að gætu mögulega ekki hafa komist á Íslandsmótið og til að auka sýnileika og reynslu bogamanna á Íslandi. Mesti sigurinn er að taka þátt, bónusinn er svo að vinna medalíur 😉

Ástæðan fyrir því að farið er eftir stigafjölda úr undankeppni en ekki sæti í útsláttarkeppni er af á flestum erlendum mótum þarf maður að skora nóg of hátt til að komast í útsláttarkeppnina. Og það tekur líka heppnis faktorinn að miklu leiti úr valinu á hverjir eru líklegastir til að gefa Íslandi bestu niðurstöðurnar.

Ef að 2 menn eru jafnir á stigum í Íslandsmeistaramóti og það skiptir máli upp á hvor þeirra fær rétt til keppnis þá fær sá að fara sem endaði í hærra sæti í útsláttarkeppninni.

Ef að einhver af þeim sem er búið að staðfesta á mótið kemst ekki þá rennur hans sæti til næsta manns á skráningarlistanum hjá ÍSÍ.

Til að sjá hvenær skráningarfresturinn rennur út fyrir viðeigandi mót er hægt að sjá dagsettningar á mótunum á worldarchery.org inn í events. Á archeryeurope.org er hægt að sjá mót á vegum Evrópusambandsins sem eru oft ekki mjög sýnilega á heimssambandssíðuni. Á archery.is er einnig hægt að finna mótalista yfir helstu mót, en best er að skoða vefsíður Heimssambandsins og Evrópusambandsins til að skoða dagsettningar á erlendum mótum.

Helstu kvótamótin eru.
Heimsmeistarmót = hámark 3 manneskjur í hvern flokk (3 í compound karla, 3 í compound kvenna, 3 í recurve karla, 3 í recurve kvenna)
Evrópumeistarmót = hámark 3 manneskjur í hvern flokk (3 í compound karla, 3 í compound kvenna, 3 í recurve karla, 3 í recurve kvenna)
World Cup Outdoor = hámark 4 manneskjur í hvern flokk (4 í compound karla, 4 í compound kvenna, 4 í recurve karla, 4 í recurve kvenna)

European Grand Prix = hámark 6 manneskjur í hvern flokk og svo club archers þar til skotsvæðið hefur verið fyllt. Þannig að það eru t.d 6 manns að keppa fyrir Ísland í sveigboga karla og svo gætu verið 20 í viðbót að keppa fyrir t.d Freyju eða Bogann

Flest öll önnur mót er frjáls skráning á og mega fara eins margir og vilja fara. Til dæmis World cup indoor, á þau mót mega allir fara sem vilja og við hvetjum sem flesta til að prófa að taka þátt í þeim allavega einu sinni á ævinni 😉

27.11.2015 ATH HÉR FYRIR NEÐAN ER NÝ VIÐBÓT VIÐ REGLURNAR VEGNA GREIÐSLUFRESTS Á KEPPNISGJÖLDUM.

Þeir sem skrá sig á kvóta mót eins og heimsmeistarmót, evrópumót eða heimsbikarmót utandyra verða að greiða keppnisgjaldið (þáttökugjaldið) á viðeigandi mót 4 mánuðum áður en mótið hefst til Bogfiminefndar ÍSÍ til að skráning teljist vera staðfest.

Skráningarfrest á mót lýkur 5 mánuðum fyrir mótið, greiðsla á þáttökugjaldi verður að berast Bogfiminefnd ÍSÍ í síðasta lagi 4 mánuðum fyrir mótið. Þetta er gert svo að keppendur sem skrái sig muni keppa á mótunum og af því að Bogfiminefndin þarf að greiða keppnisgjöldin til World Archery 3-3,5 mánuðum fyrir mótið.
Öll gjöld sem eru greidd til bogfiminefndar vegna erlendra keppna eru óendurgreiðanleg (keppnisgjöld, flug, gisting ofl).

Þeir sem vilja skrá sig á official hotel þurfa einnig að greiða fyrir hótelið á sama tíma og keppnisgjöldin eru greidd til Bogfiminefndar ÍSÍ.
Hægt er að finna þáttökugjaldið og kostnað á official hotel í invitation-inu á Heimssambandssíðuni eða Evrópusambandssíðuni vefsíðuni. (til eru undanþágur frá þessari reglu eða aðstæður krefja t.d þegar invitation package er gefin út mjög seint)

Þeir sem skrá sig eftir preliminary entry deadline (semsagt of seint) þurfa að greiða bogfiminefndinni sekt að upphæð 10.000.kr.

Engir keppendur eru skráðir á erlend kvótamót eftir Final Entry Deadline á mótinu.

Einungis íþróttafólk sem er skuldlaust við bogfiminefndina getur keppt fyrir hönd Íslands.

Við bendum á það að þeir sem fara ekki eftir fyrirmælum liðsstjóra á mótum geta lent í keppnisbönnum eða öðrum refsingum.

Hér fyrir neðan eru hegðunarviðmið og reglur um keppnisferðir frá ÍSÍ, sem bogfiminefndin fer eftir að fullu. Þeir sem skrá sig á mót á vegum bogfiminefndarinnar samþykja að fara eftir þessum reglum að fullu.

http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/hegdunarvidmid.pdf

http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/reglur_keppnisferdir.pdf