Rakel Arnþórsdóttir úr ÍFA Akureyri var að ljúka keppni á Evrópumeistaramótinu innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hún endaði í 4 sæti í liðakeppni og 17 sæti einstaklingskeppni.
Rakel komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.
Berboga kvenna liðið, sem Rakel var einnig partur af, komst í brons úrslitaleik EM þar sem þær mættu liði Serbíu. En þar byrjuðu stelpurnar illa og náðu sér ekki á strik nægilega snemma og töpuðu leiknum 5-1. Íslenska liðið endaði því í 4 sæti á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í berboga kvenna. Brons úrslitaleiknum var streymt í beinni og hægt að sjá hann hér fyrir neðan.
Í berboga einstaklingskeppni á EM var Rakel sleginn út í 32 manna leikjum gegn Katarina Vranjkovic frá Serbíu 6-2 og Rakel endaði því í 17 sæti í einstaklingskeppni berboga á EM.
34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í dag.
Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is