Ragnar Smári Jónasson í 6 sæti á Evrópubikarmóti ungmenna

Ragnar Smári Jónasson endaði í 6 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.

Ragnar sló tvö landsliðsmet á mótinu ásamt liðsfélaga sínum Freyju Dís Benediktsdóttir í U21 blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk+1kvk) og var ekki langt frá Íslandsmetinu í undankeppni trissuboga U18 karla.

Í 32 manna útsláttarkeppni mætti Ragnar keppanda frá heimaþjóðinni að nafni Viktor. Leikurinn var mjög jafn og þeir skiptust á forskotinu í fyrstu þrem umferðunum. En Viktor átti betri umferð 4 og 5 og tók því sigurinn og hélt áfram í 16 manna úrslit.

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-Vz4mjQg

Í blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk+1kvk) þá keppti Ragnar ásamt liðsfélaga sínum Freyju Dís Benediktsdóttir á móti Króatíu í 8 liða úrslitum. Ragnar og Freyja stóðu sig vel í leiknum sem var mjög jafn en hann endaði með sigri Króatíu 151-147. Til að gefa samanburð þá skoraði Þýska liðið 145 stig og það er aðeins fjölmennari þjóð með smá meiri reynslu í íþróttinni en Ísland. Því er þetta flott frammistaða hjá Ragnari og Freyju í leiknum og sýnir að Ísland sé að keppa á háu stigi þó að þessi leikur hafi endaði í tapi í þetta sinn.

Þetta er þriðja erlenda landsliðsverkefni sem Ragnar tekur þátt í en hann tók fyrst þátt á Norðurlandameistaramóti ungmenna árið 2022 þar sem hann vann til silfur verðlauna og var í 9 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á EM ungmenna 2022. Ragnar er svo áætlaður til þátttöku á Evrópubikarmóti ungmenna í júní og NM ungmenna í júlí á þessu ári.

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-WfbZHfD

https://bogfimi.smugmug.com/European-Youth-Cup-Cates-2023/i-Ms6SmRc

Evrópubikarmót ungmenna (EBU) var haldið í Catez í Slóveníu 1-6 maí. Sex keppendur voru að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í trissuboga.

Ýmsar staðreyndir um mótið:

 • 228 keppendur frá 24 Evrópuþjóðum voru að keppa á mótinu samtals ásamt 50 fylgdarfólki.
 • Keppt er í U18 og U21 flokki í trissuboga og sveigboga
 • Af 24 þjóðum unnu 13 þjóðir til verðlauna á mótinu.
 • Ísland vann ein verðlaun á mótinu í trissuboga kvenna liðakeppni U21 og endaði í 11 sæti m.v. heildar medal standings úr öllum keppnisgreinum.
 • Allir Íslensku keppendurnir komust í 16 liða og/eða einstaklings úrslit á mótinu.
 • Ísland átti flesta keppendur allra landa í trissuboga U21 kvenna 8 manna úrslitum (þrjár frá Íslandi, tvær frá Ítalíu og ein frá Lúxemborg/Króatíu/Hollandi)
 • Ísland var með 3 lið á mótinu:
  • Trissuboga U21 kvenna lið (3 kvk) : Silfur
  • Trissuboga U21 mixed team (1 kk + 1 kvk) : 6 sæti
  • Trissuboga U18 mixed team (1 kk + 1 kvk) : 5 sæti
 • Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt á EBU og er m.a. í fyrsta sinn á sem:
  • Ísland vinnur til liðaverðlauna
  • Ísland keppir um einstaklings verðlaun
  • Karl keppir fyrir Ísland á EBU
  • (það er mjög mikið af fyrsta árangri þar sem þetta er aðeins annað mótið sem Ísland tekur þátt)
 •  Íslandsmet sem slegin á mótinu:
  • Landsliðsmet U21 mixed team útsláttarkeppni 147 (var 137)
  • Landsliðsmet U21 mixed team undankeppni 1284 (var 1252)
  • Trissuboga U21 kvenna útsláttarkeppni var jafnað (Þórdís 137-137)
 • Myndir af mótinu er hægt að finna á smugmug BFSÍ

Næst á dagskrá hjá Íslenskum keppendum er Veronicas Cup World Ranking Event í Kamnik í Slóveníu sem hefst 11 maí. Seinna Evrópubikarmót ungmenna verður svo haldið 3-11 júní.