Ragnar Smári Jónsson sigraði Bulgarian Open í Sofia Búlgaríu í dag í trissuboga karla U21 af miklu öryggi.
Ragnar tók gull úrslita leikinn gegn Poli Bojadžiev frá Búlgaríu 141-135. Sá Búlgarski tók því silfrið og Angelos-Stavros Stolakis frá Grikklandi tók bronið.
Ragnar tók einnig gullið í blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk) ásamt liðsfélaga sínum Eowyn Marie Mamalias.
Bulgarian Open er eitt af tveim mótum sem Íslensku keppendurnir munu keppa á í Búlgaríu. Seinna mótið er Evrópubikarmót ungmenna en það hefst á morgun. Við munum fjalla meira um gengi okkar keppenda eftir að báðum mótunum lýkur. En okkur fannst vert að henda í loftið strax sér frétt um Íslensku gull verðlaunahafana í einstaklingskeppni á Bulgarian Open, þar sem það er vel vert frétta, í stað þess að gera það eftir viku þegar að Evrópubikarmótinu lýkur.
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna í þessari frétt á bogfimi.is