Opnað fyrir skráningar á Stóra Núps mótaröðina

Áætlað er að halda tvö Stóra Núps mót á þessu ári sem part af mótaröðinni ef að Covid leyfir. Eitt í júlí og eitt í ágúst.

Mótið er haldið á Stóra Núpi þar sem Gunnar Þór Jónsson hefur útbúið veglegann bogfimivöll til æfinga og keppni. Mótin eru haldin undir véböndum BF Bogans og í samstarfi við BFSÍ sem mun sjá um úrslita birtingu og dómgæslu á mótunum.

Mótið er einnig fyrsta mótið sem haldið verður með áhugamannaflokki utandyra, sem er gerður fyrir þá sem vilja taka þátt í mótum til gaman meira en til keppni.

Eins og fyrri ár verður gefinn veglegur bikar fyrir sigurvegara mótaraðarinnar í opnum flokki, sá sem skorar hæsta samanlagða skorið í sínum flokki í mótaröðinni hreppir bikarinn.

Hægt er að finna skráningar og upplýsingar um mótaröðina hér fyrir neðan.

Stóra Núps mót 2

Stóra Núps mót 3

1 Trackback / Pingback

  1. Skráningu á fyrra Stóra Núps mótið lýkur í dag 26 júní. - Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.