BF Boginn byrjar með innanfélagsmótaröð

Mótaröðin mun verða haldin mánaðarlega og verður notuð sem undankeppni fyrir meistaradeild BF Bogans sem er áætlað að halda í Janúar á næsta ári.

Innanfélagsmótaröðin verður kynlaus og keppt er með venjulegu formi innandyra í opnum flokki á 18 metrum á 40cm skífu. Einnig verður í boði að keppa í áhugamannaflokki á 12 metrum á 40cm skífu á mótunum til þess að reyna að virkja fleiri almenna iðkendur innan BF Bogans í þátttöku í mótum til gamans.

Ungmenni innan BF Bogans munu halda mótið og óskuðu eftir aðstoð frá BFSÍ við að koma verkefninu af stað. Ungmennin munu sjá um birtingu úrslita og dómgæslu og eru mörg ungmenni núna að læra á skorskráninga kerfið Ianseo og ætla sér að taka dómaraprófið. Að sögn formanns BF Bogans mun innkoma vegna mótaraðarinnar fara í að styrkja þátttakendur BF Bogans sem sjá um hald mótaraðarinnar í ungmennalandsliðsverkefnum.

Innanfélagsmótaröð BF Bogans 2021

Við lok innanfélagsmótaraðarinnar verður efstu keppendum ársins boði að taka þátt í meistaradeild BF Bogans þar sem líklegt er að krýndur verði félagsmeistari. Meistaradeild BF Bogans er útsláttardeild sem er haldin með “round robin” formi þar sem allir keppendur keppa á móti hver öðrum í útsláttarkeppni tvisvar og sigurvegarinn er sá keppandi sem er með flest stig við lok deildarinnar, það svipar til deildarskipulags í liðaíþróttum eins og fótbolta. Prufu deild var haldin af BF Boganum í haust með mikilli ánægju keppenda og mikill áhugi fyrir því að þróa þannig mótahald. Þetta form af keppni fellur þó ekki að reglum WA/BFSÍ og er því meistaradeildin ekki hæf til Íslandsmeta þó að innanfélagsmótaröðin sé það.

https://boginn.is/table/meistaradeild-bogans-test/

Mótaröðin er en í þróun og því líklegt að hún muni taka einhverjum breytingum á meðan verið er að þróa hana. En úr því gæti komið önnur tegund af móti sem BFSÍ eða önnur félög geta notfært eftir einhver ár ef að hún heppnast vel og þegar að reynsla er komin á hald mótaraðarinnar.