Opnað hefur verið fyrir skráningar á öldungaleika Ameríku (Pan-American Master Games). Leikarnir eru opnir keppendum frá öllum þjóðum og við hvetjum Íslendinga sem hafa áhuga til að að skrá sig á vefsíðu leikana. Íslendingar hafa verið duglegir að sækja öldungaleika í bogfimi og náð góðum árangri þar.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu leikana hér https://clevelandmasters2024.com/
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir Evrópumeistari 60+ á European Master Games 2023
Mótshaldarar NM ungmenna (NUM) 2024 hafa staðfest dagsetningar mótsins óformlega við formann BFSÍ.
NUM 2024 will be in Odense Denmark from 4-7 of July.
Arcus will be the host.Program will likely be:
Thursday: Arrival of participants and official training.
Friday: Qualification.
Saturday: Individual Finals
Sunday: Team Finals
Búið er að uppfæra upplýsingar á upplýsingasíðu NM ungmenna á vefsíðu Bogfimisambandsins https://bogfimi.is/num/. Vefsíðan verður uppfærð jafnóðum og nýjar upplýsingar berast til BFSÍ, fyrir þá sem vilja athuga stöðu. En þær upplýsingar, skráningarform og boðspakki mótsins verða að sjálfsögðu send til aðildarfélaga BFSÍ þegar að slíkt er tilbúið og staðfest. Formlegar upplýsingar um NUM munu berast eftir Norðurlandafundinn í Danmörku, líklega í kringum miðjan mars. BFSÍ er núverandi í samræðum við mótshaldara um að aðstoða þá við skipulag úrslita NM ungmenna, þar sem mótshaldararnir hafa ekki reynslu, þekkingu eða búnað til þess að sýna beint frá mótinu. Líklegt telst að starfsfólk BFSÍ muni skipuleggja og keyra úrslit NUM 2024 með svipuðu formi og gert var á í Noregi 2023.