Freyja tók silfur eftir spennandi og jafnan úrslitaleik sem endaði næstum í bráðabana í World Series heimsmótaröðinni í Sviss

Úrslita leikir í fyrsta móti í bogfimi heimsmótaröðinni innandyra (Indoor World Series) er í fullum gangi í Sviss.

Freyja Dís Benediktsdóttir vann 4 manna úrslita leikinn sinn í morgun gegn Lara Drobnjak frá Króatíu 141-133 og keppti því í gull úrslitum gegn Lea Tonus frá Lúxemborg.

Mynd frá European Youth Cup (Evrópubikarmóti U21) í Slóveníu í maí 2023. Þar sem að Freyja og Lara að kepptu um brons, þar sem Lara hafði betur. En Freyja tók leikinn gegn Löru í undanúrslitum á heimsmótaröðinni í Sviss og tók svo silfrið.

Gull úrslita leikurinn í Sviss milli Freyju og Lea Tonus var mjög spennandi, Lea byrjaði á því að taka forystuna í fyrstu umferðinni 29-28 og hún hélt forystunni í leiknum alveg þar til í síðustu umferðinni þar sem að Freyja jafnaði leikinn 142-142 á síðustu örinni með 10 og útlit var fyrir að það þyrfti bráðabana til að ákvarða sigurvegarann. En þegar farið var upp að skotmarkinu að skora dæmdi dómarinn síðustu ör Freyju sem spotterarnir héldu að væri 10 sem 9 og Lea sigraði því leikinn 142-141. Svona er þetta, stundum munar bara millimeter eða minna á því hver er sigurvegarinn og hvort að örin snertir hærra skorsvæðið eða ekki. Freyja skýtur bara betri 10 næst og tekur gullið 😊

Í brons úrslitum tók Lara Drobnjak frá Króatíu tók bronsið gegn Mariia Brazhnyk frá Sviss 145-139

Miðað við fjölda stiga sem Freyja vann sér inn á þessu fyrsta af fjórum mótum í heimsmótaröð alþjóðabogfimisambandsins World Archery þá er hún nánast búin að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitamóti mótaraðarinnar sem verður haldið í Nimes í Frakklandi í janúar.

Mótið sem er klárast í dag í Ólympíuborginni Lausanne Sviss er fyrsta mótið í World Series, og næstu mót verða í Strassen Lúxemborg í nóvember, Taipei Tævan í desember og svo síðasta mótið og úrslitamótið (World Series Finals) í Nimes í Frakklandi í janúar.

Það var upprunalega áætlað að sýnt yrði beint frá úrslitaleikjum í U21 flokki í Sviss en því miður var eitthvað sem breytist í Sviss og það náðist ekki. En úrslitaleikurinn fór fram eins og honum væri sjónvarpað en það var bara ekki kveikt á camerunum.

Vel af sér vikið hjá Freyju og við óskum henni til hamingju með silfrið.

Myndirnar voru flestar teknar af Íslenskum áhorfendum á farsímunum sínum. Myndir í betri gæðum frá heimssambandinu koma út seinna í dag þegar að úrslitum í öllum keppnisgreinum er lokið á Smugmug World Archery og við skiptum út myndum í greininni þegar að þær koma 😉 https://worldarchery.smugmug.com/INDOOR-WORLD-SERIES/2024/1-LAUSANNE-EXCELLENCE-CHALLENGE

Heimilt er að nota allar myndir BFSÍ og World Archery í fréttum um íþróttina (non-commercial tilgangi)

https://bogfimi.smugmug.com/World-Series-23-24/