Opna Egilsstaða mótið

Eins og í fyrra verður haldið mótið Egilsstaðir Open 1-2 og 3. Mótið er 3 hlutar, haldið utanhúss, að Eiðum á sunnudögum á auglýstum dagsetningum kl 10:30.  Þetta kemur fram á fésbókarsíðunni: Bogfimi á Austurlandi.

Mótin verða á eftirfarandi dögum:
1 af 3 verður haldið 21 júní.
2 af 3 verður haldið 12 júlí.
3 af 3 verður haldið 16 ágúst.
Verð fyrir hvert mót er 2500 kr.
Skráningu lýkur á föstudegi (breyting frá miðvikudegi) fyrir hvert mót.
Skráningu skal senda á netfangið “hgustafs (hjá) simnet.is”.
Allir aldursflokkar og bogaflokkar og reglur eins og á íslandsmeistaramóti.
Keppnisfyrirkomulag verður svipað og á hinu fræga móti Icecup en leyfilegt er að keppa allstaðar á landinu meðan aðstæður uppfylla kröfur um löglegar fjarlægðir, skífustærðir og að skotið sé eftir klukku.
Ef ekki er keppt að Eiðum (heimavelli mótsins) þarf vitni að skori og skjóta má á fimmtudegi, föstudegi eða laugardegi og skori skilað inn ( ljósmynd af skorblaði eða skannað ) á laugardegi fyrir auglýsta dagsetningu kl:19:00. Keppt verður í parakeppni, blönduð pör og skiptir kyn þá engu máli en bogategund þarf að keppa saman og tilkynna um að keppa skuli í parakeppni á fyrstu skráningu. Veitt eru verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig (nema í parakeppni) en einnig er eftir 3 mót veitt verðlaun fyrir bestu meðaltalsskor í hverjum einstaklingsflokki en til þess þarf að taka þátt í öllum 3.
Verðlaun verða veitt í parakeppni en þar verður meðaltalsskor að minsta kosti 2 móta notað til að finna sigurvegarana í þeim flokki.