Ólafur Brandsson er í fyrsta sæti í undankeppni HM í Masters í bogfimi utandyra sem er í gangi núna í World Archery Excellence Center í Swiss.
Ólafur var með hæsta skorið í undankeppni í berboga flokki 40-49 ára og er því öruggur inn í semi finals og mun því keppa um medalíu í sínum aldursflokki á HM í masters og telst líklegastur til að vinna gullið.
Hægt verður að fylgjast með medalíu útslættinum á þessari síðu eftir um klukkutíma. https://worldarchery.org/competition/19716/lausanne-2018-world-archery-masters-championships-outdoor-compoundbarebow#/brackets/B4M/individual
Kristján G. Sigurðsson er einnig að keppa á mótinu fyrir Ísland í 50-59 ára sveigboga karla þar sem hann lenti í 64 sæti í undankeppninni og tapaði svo í útsláttarkeppninni fyrir Álvarez frá Guatemala.
Daniel Gustavo Álvarez (49) | 6 | |
Kristján G. Sigurðsson (64) | 0 |
Mótinu er ekki en lokið þar sem keppt er í 3 gerðum af bogfimi á mótinu, innandyra, utandyra og vallarbogfimi (field) og mótið er í gangi 14-18 ágúst.
Kelea Quinn er einnig að keppa á mótinu fyrir Ísland í sveigboga kvenna 40-49 ára en hennar flokkur keppir seinna í vikuni.
Ólafur Brandsson á vinstri hönd, Kelea Quinn fyrir miðju og Krisján G Sigurðsson á hægri hönd
ÁFRAM ÓLI.