Ógild kosning Íþróttafólk ársins 2018. Kosning verður endurgerð

Óprúttnir aðilar reyndu að hafa áhrif á kosningu um íþróttafólk ársins 2018 í bogfimi.

743 atkvæði bárust í heildina og eru líklega um 70% eða fleiri af þeim auto-generated botta atkvæði allar í hag eins íþróttamanns. Ómögulegt er að fara í gegnum öll atkvæðin og segja til með 100% vissu um hver þeirra eru gild og hver eru ógild.

Vegna þess hefur umsjónarmaður kosningarinnar dæmt kosninguna ógilda og Bogfiminefndin hefur staðfest að endurgera kosninguna með harðari kröfum á kenni atkvæða.

Nýja kosningu er hægt að finna inn á bogfimi.is