Hægt er að finna úrslitin hér á þessum link http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4108
Helsta sem er vert að nefna af mótinu.
Guðbjörg stóð sig frábærlega og tók norðurlandameistara titilinn í bæði einstaklings og liðakeppni á mótinu í berboga U21 (Junior). Þó að hún hafi snúið boganum vitlaust þegar gull medalíu keppnin hófst og verið grátandi allann tímann af því að það fauk eitthvað í augað á henni 😂 og þó að það vantaði þriðju manneskjuna í liðið hennar sem lagði samt liðið frá Svíþjóð og vann alla strákana í liðakeppninni.
Erla vann brons í trissuboga kvenna U21 og var ekki langt frá því að komast í gullmedalíu keppnina.
Lena fékk silfur í U21 langboga kvenna.
Nói stóð sig frábærlega í undankeppni Nordic trissuboga karla þar sem hann var í 4 sæti með 678 stig og vann fyrsta útsláttinn á móti þeim sem var í 13 sæti en tapaði svo næsta útslætti á móti þeim sem var í 5 sæti í undankeppni og var því ekki langt frá því að keppa um medalíu.
Eowyn stóð sig vel í undankeppninni í Nordic trissuboga kvenna og varð í 3 sæti af 10 stelpum með skorið 667 en varð svo mjög óheppin og lenti í bilun sem orsakaði það að hún náði ekki að skjóta öllum örvunum í útsláttarkeppninni og tapaði fyrsta útslætti.
Aron stóð sig flott í undankeppni og endaði 11 af 17 sem voru að keppa í hans flokki og endaði í sama sæti eftir útsláttarkeppni. Ásgeir náði að vinna sig upp í útsláttarkeppninni í 12 sæti.
Arngrímur og Baldur stóðu sig einnig fínt í sveigboga Nordic karla og Rakel í sveigboga Junior kvenna.
Nordic trissuboga liðið stóð sig flott í undankeppni Nói, Agata og Eowyn.
Junior (U21) sveigboga liðið stóð sig vel og var í 5 sæti í bæði undankeppni og útsláttarkeppni, Aron, Ásgeir og Rakel.
Það er gífurlega mikið af úrslitum enda margir keppendur og mikið sem gerðist á mótinu og ekki hægt að fara yfir það allt þar sem keppnisvöllurinn var næstum 100 target á breidd og oft margir eða allir að keppa á sama tíma og því ekki hægt að fylgjast með öllum.
Hér fyrir neðan er listi af keppendum fyrir ísland.
Athlete
|
Target
|
Event
|
Ses.
|
---|---|---|---|
ALFREÐSSON Arngrímur Friðrik | 40C | Recurve Nordic Cadet Men | Ses. 1 |
ANDRÉSDÓTTIR Tinna Rut | 80B | Recurve Junior Women | Ses. 1 |
ARNÞÓRSDÓTTIR Rakel | 79C | Recurve Junior Women | Ses. 1 |
BARKARSON Nói | 22A | Compound Nordic Cadet Men | Ses. 1 |
GAUTASON Nói | 75C | Recurve Cadet Men | Ses. 1 |
GUÐMUNDSSON Baldur Ingimar | 45C | Recurve Nordic Cadet Men | Ses. 1 |
HILMARSDÓTTIR Marín Aníta | 36C | Recurve Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
KRISTJÁNSDÓTTIR Agata Vigdís | 15C | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
LOTSBERG Aron Örn Olason | 86C | Recurve Junior Men | Ses. 1 |
MAMALIAS Eowyn Marie A. | 16C | Compound Nordic Cadet Women | Ses. 1 |
REYNISDÓTTIR Guðbjörg | 48A | Barebow Junior Women | Ses. 1 |
SIGMUNDSSON Björn | 75B | Recurve Cadet Men | Ses. 1 |
SIGURPÁLSDÓTTIR Erla Marý | 56A | Compound Junior Women | Ses. 1 |
UNNSTEINSSON Ásgeir Ingi | 80C | Recurve Junior Men | Ses. 1 |
ÞORVALDSDÓTTIR Lena Sóley | 2B | Longbow Junior Women | Ses. 1 |
Mikið af krökkunum sem voru að keppa voru að keppa í fyrsta sinn utandyra og á sínu fyrst erlenda móti og við gerum ráð fyrir því að þeir geti lítið annað gert en að bæta sig í framtíðinni með æfingu og reynslu. Sem er eitthvað sem þeir fengu nóg af á þessu móti 😁
Það var gaman að sjá marga foreldra koma og með og styðja krakkana sína. Það er líka mjög gott fyrir foreldra að læra einnig grunn reglur um bogfimi og slíkt svo að þeir geti aðstoðað krakkana á mótum, þar sem það eru fáir þjálfarar og þeir eru sífellt á hlaupum að reyna að aðstoða alla sem þeir geta. En öll hjálp er góð og mikið hægt að kenna á stuttum tíma.
Mótið var aðeins minna en venjulega þar sem Evrópumeistaramót ungmenna (U21Junior og U18Cadet) var á sama tíma og NUM í ár og það mót er einnig undankeppni fyrir Youth Olympics sem verða í Argentínu seinna á árinu. Því vantaði 27 bestu keppendurna í sveigboga og trissuboga Junior og Cadet frá Norðurlöndunum á NUM í ár. Því má gera ráð fyrir enn harðari keppni næst á NUM í sveigboga og trissuboga U21 og U18.
Á heildina litið stóð Ísland sig flott og komu mörgum á óvart og allir lærðu eitthvað nýtt.
Næsta mót er Íslandsmeistaramótið utanhúss 2018 í Fellabæ á Egilstöðum.
Næsta NUM mót verður í Danmörku 2019, hægt verður að fylgjast með upplýsingum um það mót hér þegar upplýsingar berast okkur http://archery.is/events/num-nordurlandameistaramot-ungmenna-danmork-2019/
Nordic Youth Championships NUM 2018 Larvik Bueskyttere (Larvik) Månejordet, Larvik, from 29-06-2018 to 2-07-2018 |
|||
---|---|---|---|
Information | Links | ||
|
|||
Final Round – Ranking Lokastaða úrslit | |||
Individual | Team | ||