Nói og Daníel í tvöföldum gull final á Íslandsmóti U18

Nói Barkarson og Daníel Már Ægisson báðir í BF Boganum enduðu á að keppa 2 um gull á Íslandsmóti U18 trissuboga karla. Einu sinni um Íslandsmeistaratitil og svo aftur í alþjóðlega hluta mótsins.

Aleksandur Leitisteinn frá Færeyjum átti einnig að keppa á alþjóðlega hluta Íslandsmótsins en handlegsbrotnaði því miður í skíðaferð 3 dögum fyrir mótið og gat því ekki keppt á mótinu.

Nói vann báðar barátturnar og Íslandsmeistaratitilinn í U18 trissubga, en Daníel byrjaði í bogfimi seinna en Nói og er búinn að vera að saxa á forskotið hans Nóa hægt og rólega.

Hægt er að sjá viðureignirnar hér fyrir neðan.

 

Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.

Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.