Marín Aníta tók stórt stökk á Norðurlandamóti ungmenna í bogfimi, Íslandsmet og 6 sæti í liðakeppni

Marín Aníta Hilmarsdóttir var að keppa í lang fjölmennasta flokki á Norðurlandameistaramóti ungmenna þar sem voru 35 stelpur að keppt í sveigboga U16. (næst stærsti flokkurinn var 24 keppendur í sama aldursflokki)

Marín var í 26 sæti í undankeppni einstaklinga en það var nægilegt til þess að hún sæti hjá í fyrstu útsláttarkeppni. Í annari útsláttarkeppni mætti hún stelpuni í 7 sæti Marie Flindt Marckmann frá Danmörku en tapaði naumlega 7-3. Marín endaði því í 17 sæti af 35 á mótinu. Sem er mjög fínn árangur.

Það sem er frásögu færandi er að Marín tvöfaldaði næstum skorið sitt frá því á Norðurlandameistarmótinu í fyrra og tortímdi Íslandsmetinu í sveigboga U16. Metið var 275 stig og Marín skoraði 473 stig!!. Þrátt fyrir gífurlega vont verður!!!

Og til að bæta ofan á allt þetta lenti Marín í 6 sæti í liðakeppni af 20 liðum sem kepptu á mótinu!!!

Á norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi má hvert land senda inn mörg lið í liðakeppni og konur og karlar keppa saman í liðakeppni 3 í hverju liði. Hæstu 3 einstaklinga frá hverju landi í undankeppni eru lið1 næstu 3 eru lið2 frá því landi og svo framvegis. Þeir einstaklingar sem verða afgangs frá þjóðum eru settir saman í blandað lið.

Marín hefur talað um það að markmiðið sé að komast í top 10 á Norðurlandameistaramóti Ungmenna sem hún náði í liðakeppni á mótinu og miðað við framförina sem hún er að sýna núna í einstaklingskeppni segjum við “Afhverju ekki miða hærra?”