Anna María vann brons á Norðurlandamóti Ungmenna í bogfimi

Ekki mátti miklu muna í brons keppni einstaklinga trissuboga U18 þar sem Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélaginu Akur keppti á móti Liv Meck frá Danmörku.

Anna vann þá dönsku rétt svo með 1 stigi 118-117 og tekur því bronsið með heim til Íslands og kom í veg fyrir að Danir tækju heim gull, silfur og brons í þeim flokki.

8 lið kepptu á mótinu og Anna María og Liv Meck sem kepptu um bronsið í einstaklingskeppni lentu saman í liði í liðkeppninni. Þar sem þær höfðu lítið fyrir því að slá út liðið sem var í 2 sæti í undankeppninni og unnu þar 216-202.

Anna María keppti einnig í liðakeppni þar unnu þær liðið frá Danmörku í fjórðungs úrslitum 216-202. Í undanúrslitum töpuðu þær á móti liði frá Svíþjóð. Í brons medalíu keppni liða töpuðu þær svo á móti Dönsku liði.

Á norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi má hvert land senda inn mörg lið í liðakeppni og konur og karlar keppa saman í liðakeppni 3 í hverju liði. Þeir einstaklingar sem verða afgangs frá þjóðum eru settir saman í blandað lið.