Marín Aníta Hilmarsdóttir tortímdi í síðasta mánuði Íslandsmetinu í U16 sveigboga kvenna með skorið 559 stig á 60cm skífu á 12 metra færi. Gamla metið var 534 stig og hafði staðið síðan á Íslandsmótinu 2013, það var næst elsta Íslandsmetið í Íslandsmetaskránni. Í dag á hrekkjavökumótinu gerði hún en betur og tók metið í U18 sveigboga kvenna með skorið 555! á 60cm skífu á 18 metra færi. Næstum sama skor á lengra færi!
Þetta er síðasta árið sem Marín getur keppt í U16 flokki og markmiðið hennar er að hækka Íslandsmetið í U16 sveigboga kvenna hærra en núverandi metið í karla flokki sem er 572.
Miðað við skorin sem Marín er að skora er mjög líklegt að hún nái því og taki bráðum einnig metið í U21 sveigboga kvenna og á þá öll metin nema í 50+ og opnum flokki.
Eitthvað sem var vert að nefna af því að það er ekki á hverjum degi sem einhver slær 6 ára gamalt Íslandsmet og tekur svo Íslandsmetið í næsta aldursflokki fyrir ofan mánuðinn eftir.
Guðbjörg Reynisdóttir var einnig ekki langt frá sínu meti í berboga kvenna U21 og opnum flokki hún skoraði 460 en metið er 465.
Daníel Ægisson var 1 stigi undir U16 metinu sínu með 563 en metið sem hann tók af Nóa Barkarssyni í síðasta mánuði var 564 stig.
Halla Sól Þornbjörnsdóttir er á sama aldri og Marín Aníta og byrjaði í bogfimi fyrir um 4 mánuðum, en á þeim stutta tíma er hún byrjuð að skora sambærileg skor og gamla Íslandsmetið sem Marín sló (534). Einhver sem er einnig vert að fylgjast með í framtíðinni.