Marín Aníta í góðri stöðu á innandyra heimslista í 3 sæti í U21 og 12 sæti fullorðinna

Marín Aníta Hilmarsdóttir átti frábært innandyra tímabil í vetur og endaði á World Series Open heimslista alþjóða bogfimisambandsins í 12 sæti af rúmlega 600 keppendum í sveigboga kvenna opnum flokki (fullorðinna) og í 3 sæti af rúmlega 100 keppendum í sveigboga kvenna U21 flokki!!

World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.

Nánar er fjallað um World Series mótaröðina í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested 18 sæti og Astrid Daxböck 22 sæti af 600+ konum á World Series Open heimslistanum vildu fá að vera með í þessari frétt þar sem ég skrifaði ekki sér frétt um þær af því að þær voru ekki í top 16 af 600+ keppendum í heiminum sem tóku þátt í mótaröðinni.

Þær þrjár eru að fara að keppa í Bretlandi á Evrópubikarmóti saman sem lið eftir viku (lið er 3 íþróttamenn).