Anna María Alfreðsdóttir með Brons á Norðurlandsmeistarmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir í íþróttafélaginu Akur á Akureyri vann brons í trissuboga kvenna U21 á Norðurlandameistarmóti ungmenna sem haldið var í dag á Haukavelli í Hafnarfirði.

Mótið var haldið með óvenjulegu sniði, sökum heimsfaraldurs ákvað Norðurlandasambandið í byrjun ársins að halda mótið með fjarmóta fyrirkomulagi. Eitt mót yrði haldið í hverju landi og sameiginlegar niðurstöður yrðu gerðar fyrir öll mótin og þeir sem skoruðu hæst í sameiginlegu niðurstöðunum yrðu sigurvegararnir.

Anna María skoraði 606 stig og vantaði ekki mikið upp á að hún hefði tekið silfur á mótinu.

Anna María tók einnig brons á NUM 2019 í gífurlega miklum vindi en þá keppti hún í U18 flokki, en á mótinu í dag var frábært veður þó að flestir hefðu viljað að minni vindur hefði verið á mótinu.

NUM 2020 var frestað vegna heimsfaraldurs.

Anna María er áætluð til keppni á heimsmeistaramót ungmenna í byrjun næsta mánaðar.

Rakel Arnþórsdóttir einnig í Íþróttafélaginu Akri Akureyri fékk einnig brons í sveigboga flokki 21 árs einstaklinga. En sá flokkur var sérstaklega búinn til fyrir þetta mót svo að einstaklingar sem voru á síðasta ári í ungmennaflokki árið 2020 gætu tekið þátt, af því að NUM 2020 var aflýst sökum heimsfaraldursins.