Marín Aníta Hilmarsdóttir úr BF Boganum vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga kvenna gegn líkunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppandi sem er ekki á fullorðins aldri vinnur Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga kvenna. En Marín er aðeins 16 ára gömul.
Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.
Í fjórðungsúrslitum keppti Marín á móti Tinnu Andrésdóttir úr ÍF Akri og vann örugglega 6-2.
Í undanúrslitum lenti Marín á móti Rakel Arnþórsdóttir úr ÍF Akri en þessar stelpur eru mjög jafnar í getu. Leikurinn endaði jafn 5-5 og þurfti að ráða úr úrslitum með bráðabana þar sem skotið er 1 ör og sá vinnur sem er með ör nær miðju. Marín skaut 10 á móti 8 frá Rakel og Marín hélt því áfram í gull úrslita leikinn.
Í gull úrslitum sveigboga kvenna mættust Marín Aníta Hilmarsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum og Sigríður Sigurðardóttir úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti. Sigríður var talin sigurstranglegri fyrir leikinn og byrjaði 2-0 yfir Marín. En Marín vann næstu 3 lotur og sigraði 6-2 með frábærri frammistöðu.
Í brons úrslitum sveigboga kvenna mættust Halla Sól Þorbjörnsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum og Rakel Arnþórsdóttir úr Íþróttafélaginu Akri. Leikurinn var mjög jafn og þurfti að ráða úrslitum í bráðabana þar sem skotið er 1 ör og sá sem er nær miðju vinnur. Halla Sól tók bronsið með ör sem var 1.5 mm nær miðju en Rakel.
Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.