Dagur Örn Fannarsson hæstur, bestur, Íslandsmeistaratitill og Íslandsmet á fyrsta Íslandsmeistaramótinu sínu.

Dagur Örn Fannarsson úr BF Boganum er Íslandsmeistari í sveigboga karla.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppandi sem er ekki á fullorðins aldri vinnur Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla. En Dagur er aðeins 18 ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir á Íslandsmeistaramóti í opnum flokki.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Dagur var með hæsta skorið í undankeppni mótsins 544 sem er einnig Íslandsmet í U21 flokki. En Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum átti metið áður, það var 542. Átta skorhæstu keppendurnir í undankeppni halda áfram í útsláttarkeppni.

Í útsláttarkeppninni sýndi Dagur gífurlega yfirburði og vann alla útslættina sína með því að tapa 1 stigi eða minna í hverjum útslætti 6-0, 7-1 og 7-1. Andstæðingar Dags voru enginn lömb að leika sér við. Í fjórðungs úrslitum mætti hann Oliver Robl úr BF Boganum sem var Íslandsmeistari 50+ flokki innandyra 2019 og Dagur vann 6-0 örugglega. Í undanúrslitum mætti Dagur verjandi titilhafa Ragnar Þór Gunnarsson úr BF Boganum og bardaginn var mjög harður og munaði oftast bara 1 stigi í hverri lotu, en Dagur vann á endanum 7-1. Í gull úrslitum mætti hann Guðmundi Smára Gunnarssyni sem er margfaldur Íslandsmeistari innandyra og Dagur vann mjög örugglega 7-1 og endaði síðustu lotu Íslandsmeistaramótsins síns með fullkomið skor 10-10-10. Mögulega rísandi stjarna á ferð.

Tómas Gunnarsson úr Ungmennafélaginu Eflingu vann bronsið á mótinu á móti Ragnar Þór Gunnarsson úr Bogfimifélaginu Boganum.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536