Nói Barkarsson kom sá og sigraði erfiðann trissuboga karla flokk

Nói Barkarsson í BF Boganum tók Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga karla, sló Íslandsmet í undankeppni og útsláttarkeppni með gífurlega háu skori. 581 í undankeppni og 145 í útsláttarkeppni. Metin fyrir U21 trissuboga karla voru 573 og 143 og því gífurlegt hopp í getustigi miðað við að strákurinn er enþá bara 16 ára. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem ungmenni vinnur Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki trissuboga. Í opnum flokki eru metin 587 (af 600) og 146 (af 150) og því líklegt að Nói muni miðað við þess framför taka þessi met yfir á endanum.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Í fjórðungsúrslitum lenti Nói á móti Ómari Erni úr ÍF Akur og Nói vann þar örugglega 145-137 af sem er nýtt Íslandsmet í útsláttarkeppni trissuboga karla U21. 145 af 150 stigum mögulegum, Nói átti metið sem hann sló en það var 143 stig en það setti Nói á Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2019. Þess má geta að Íslandsmetið í opnum flokki er 146 stig og það er líklega ekki langt í það að Nói eigni sér það met líka.

Nói sigraði einnig örugglega í undanúrslitum á móti Maciej Stepien úr BF Boganum 144-136. (aftur yfir gamla Íslandsmetinu).

Hann mætti Carsten Tarnow úr ÍF Akur í gull úrslitum. Úrslitin voru gífurlega jöfn, Carsten byrjaði 2 stigum yfir en Nói hélt sínu skori stöðugu í hverri umferð. Á síðustu örinni þurfti Nói 10 stig til að vinna sem hann tók og loka stigin því 141-140.

Alfreð Birgisson úr ÍF Akur tók bronsið á mótinu. Alfreð vann einnig alþjóðlega hluta mótsins þar sem Tim Buntnix góð vinur okkar frá Belgíu var að keppa og tók brons, Nói tók silfur í alþjóðlega hlutanum.

Nói vann einnig silfur í alþjóðlega hluta mótsins en þar tók Alfreð gullið og Tim Buntinx góðvinur okkar frá Belgíu tók brons verðlaunin.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536