Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í sveigboga 2024 með yfirburðum 1641 stig með Valgerði E. Hjaltested í öðru sæti með 1491 stig. Þetta er annað árið sem Bikarmeistarar er titlaðir formlega og einnig annað árið í röð sem Marín Aníta vinnur titilinn.

Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:

  1. Marín Aníta Hilmarsdóttir 1641 stig BFB Kópavogur
  2. Valgerður E. Hjaltested 1491 stig BFB Kópavogur
  3. Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 1488 stig BFB Kópavogur
  4. Marcin Bylica 1421 stig BFB Kópavogur

Eftir fyrstu þrjú mót tímabilsins hafði Marín í raun tryggt sér titilinn af því að aðrir keppendur þyrftu að skora yfir hámarks stigum sem mögulegt er til að komast yfir Marín á stigum. Með slíkum yfirburðum var óþarfi fyrir Marín að taka þátt í loka Bikarmótinu í janúar. Þar sem að Marín komst ekki á síðasta mótið í mótaröðinni þá náðist ekki að afhenda henni bikarinn og 50.000.kr verðlaunaféð og ná af henni mynd. Því er myndin í fréttinni af Marín Anítu Hilmarsdóttir þegar hún var að taka við bogfimikona ársins frá ÍSÍ í síðustu viku, á myndinni er einnig Guðni forseti Íslands og bogfimimaður ársins Haraldur Gústafsson.

Bikarmótaröð BFSÍ 2023-2024 innandyra samanstóð af fjórum Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og janúar.

Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri af þremur bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímabilinu.

Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.

Bikarmeistarar

Á döfinni á næstu mánuðum hjá Marín eru:

  • Viku æfingabúðir í Tyrklandi í febrúar í samstarfi við World Archery og Ólympíusamhjálpina
  • EM innandyra í Krótíu í febrúar
  • Íslandsmeistaramót í mars
  • Æfingabúðir í afreksíþróttamiðstöð World Archery í Sviss í mars
  • Evrópubikarmót ungmenna í Búlgaríu í apríl
  • Continental Qualification Tournament fyrir Ólympíuleika í maí
  • EM utandyra í maí
  • Veronicas Cup í Slóveníu í maí
  • O.fl.