Heba Róbertsdóttir úr Kópavogi slær Íslandsmetið í meistaraflokki og ekki langt frá Evrópumeti

Heba Róbertsdóttir úr BFB í Kópavogi sló Íslandsmetið í meistaraflokki berboga kvenna á Bikarmóti BFSÍ í janúar sem haldið var í dag.

Íslandsmetið var áður 503 stig sem Guðbjörg Reynisdóttir úr BFHH Hafnafjörður átti áður. Heba bætti það um 1 stig með skorið 504.

Heba er aðeins 18 ára gömul og því sló hún einnig Íslandsmetið í U21 flokki með 504 skori sínu. En vel er vert að nefna að Evrópumetið í berboga kvenna U21 er 513 stig og var set 2021 af Ítalskri stelpur sem heitir Nicole Andreatini og miðað við framfarir Hebu er talið líklegt að hún muni slá Evrópumetið á þessu ári.

Heba mun keppa fyrir Íslands hönd á EM U21 innandyra í Króatíu 18-25 febrúar og það verður spennandi að fylgjast með gengi hennar þar.