Marín Aníta Hilmarsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í sveigboga 2024 með yfirburðum 1641 stig með Valgerði E. Hjaltested í öðru sæti með 1491 stig. Þetta er annað árið sem Bikarmeistarar er titlaðir formlega og einnig annað árið í röð sem Marín Aníta vinnur titilinn.
Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir 1641 stig BFB Kópavogur
- Valgerður E. Hjaltested 1491 stig BFB Kópavogur
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 1488 stig BFB Kópavogur
- Marcin Bylica 1421 stig BFB Kópavogur
Eftir fyrstu þrjú mót tímabilsins hafði Marín í raun tryggt sér titilinn af því að aðrir keppendur þyrftu að skora yfir hámarks stigum sem mögulegt er til að komast yfir Marín á stigum. Með slíkum yfirburðum var óþarfi fyrir Marín að taka þátt í loka Bikarmótinu í janúar. Þar sem að Marín komst ekki á síðasta mótið í mótaröðinni þá náðist ekki að afhenda henni bikarinn og 50.000.kr verðlaunaféð og ná af henni mynd. Því er myndin í fréttinni af Marín Anítu Hilmarsdóttir þegar hún var að taka við bogfimikona ársins frá ÍSÍ í síðustu viku, á myndinni er einnig Guðni forseti Íslands og bogfimimaður ársins Haraldur Gústafsson.
Bikarmótaröð BFSÍ 2023-2024 innandyra samanstóð af fjórum Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og janúar.
Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri af þremur bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímabilinu.
Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.
Á döfinni á næstu mánuðum hjá Marín eru:
- Viku æfingabúðir í Tyrklandi í febrúar í samstarfi við World Archery og Ólympíusamhjálpina
- EM innandyra í Krótíu í febrúar
- Íslandsmeistaramót í mars
- Æfingabúðir í afreksíþróttamiðstöð World Archery í Sviss í mars
- Evrópubikarmót ungmenna í Búlgaríu í apríl
- Continental Qualification Tournament fyrir Ólympíuleika í maí
- EM utandyra í maí
- Veronicas Cup í Slóveníu í maí
- O.fl.