Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen með tvö gull hvor á Íslandsmóti ungmenna um helgina

Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen úr SkotÍs á Ísafirði unnu báðar til tveggja gull verðlauna á Íslandsmóti ungmenna sem haldið var í Bogfimisetrinu í höfuðborginni um helgina.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Keppt er óháð kyni m.a. til þess að auka samkeppni milli karla og kvenna og svo að þeir sem eru skráðir í þriðju kynskráningu í þjóðskrá geti keppt.

Verðlaun sem SkotÍs stelpurnar unnu til á Íslandsmóti ungmenna:

  • Berbogi U21 kvenna – Maria Kozak – Gull
  • Berbogi U21 (óháð kyni) – Maria Kozak – Gull
  • Langbogi U18 kvenna – Kristjana Rögn Andersen – Gull
  • Langbogi U18 (óháð kyni) Kristjana Rögn Andersen – Gull

Á Íslandsmóti ungmenna 2023 voru Maria og Kristjana báðar að keppa í U18 flokki í berboga og náðu því einnig í félagsliða titilinn og slógu félagsliðametið í berboga U18 kvenna á því móti. En þurftu þá að keppa á móti hver annarri í einstaklingskepppni. En þar sem þær voru að keppa í sitt hvorri greininni og í sitt hvorum aldursflokknum og þær voru einu keppendur SkotÍs á Íslandsmótinu var ekkert félaglið að þessu sinni.

En fjögur gull fyrir tvo keppendur, býsna gott. Það er 200% gull per keppanda, geri aðrir betur.