Lóa Margrét Hauksdóttir tvöfaldur Íslandsmeistari og með Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna um helgina

Lóa Margrét Hauksdóttir úr Boganum tók tvo Íslandsmeistaratitla í berboga U18 á Íslandsmóti ungmenna um helgina í Bogfimisetrinu. Ásamt því að slá Íslandsmet félagsliða og taka annað silfur.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Lóa tók Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna U18 og Íslandsmeistaratitil félagsliða berboga U18 ásamt liðsfélaga sínum Baldri Freyr Árnasyni og þau settu Íslandsmetið fyrir félagsliðakeppni berboga U18 með 971 stig.

Baldur og Lóa mættust svo í gull úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í berboga U18 (óháð kyni) en þar hafði Baldur betur 6-2 og tók því titilinn og Lóa hreppti silfrið.

Áhugvert er að nefna að í einstaklingskeppni á síðasta Evrópumeistaramóti í Króatíu þá vann Lóa silfur í einstaklingskeppni berboga kvenna U21 á meðan að Baldur vann bronsið í berboga karla á sama móti. Það var því hörku leikur milli þeirra.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleik Lóu og Baldurs í einstaklingskeppni í heild sinni hér: