Magnús Darri Markússon úr Boganum gerði sér lítið fyrir og tók alla þrjá Íslandsmeistaratitlana í trissuboga U16 á Íslandsmóti ungmenna um helgina í Bogfimisetrinu.
Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi
- Félagsliða (óháð kyni)
- Einstaklinga karla/kvenna
- Einstaklinga (óháð kyni)
Magnús vann gull úrslitaleikinn í trissuboga karla U16 140-136 á móti liðsfélaga sínum Guðjón Steinar Árnasson úr Boganum, leikurinn var jafn til að byrja með en Magnús tók forystuna og sigurinn í seinni hluta leiksins. Manuel Arnar Logi Ragnarsson úr Skaust Egilstöðum tók bronsið.
Magnús vann gull úrslitaleikinn í trissuboga U16 (óháð kyni) 139-138 í hörku bardaga gegn liðsfélaga sínum Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori úr Boganum. Gull medalían reyndi bókstaflega að hoppa frá Magnúsi til andstæðingsins, en Magnús leyfði henni ekki að hlaupa frá. Eydís og Magnús tóku einnig saman Íslandsmeistaratitil félagsliða U16 á mótinu.
Magnús sló einnig tvö Íslandsmet á mótinu:
- Íslandsmetið í trissuboga útsláttarkeppni U16 með skorið 142 stig, en metið var áður 141 stig frá árinu 2020.
- Íslandsmetið í trissuboga félagsliðakeppni U16 ásamt liðsfélaga sínum Eydís Elide Sæmundardóttir Sartori. Skorið þeirra var 1224 stig en metið var áður 1112 stig.
Magnús tryggði sér því sigurinn í öllu og alla þrjá Íslandsmeistaratitlana.
Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: