Elías Áki Hjaltason varð tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina

Elías Áki Hjaltason úr Boganum í Kópavogi vann tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti U16 í bogfimi um helgina.

Elías vann gull úrslitaleikinn í sveigboga karla U16 örugglega 6-0 á móti Dagur Logi Björgvinsson Rist úr Hróa í Hafnarfirði.

Á Íslandsmótum í bogfimi er einnig keppt um Íslandsmeistaratitil óháð kyni. M.a. svo að þeir sem eru kynsegin geti einnig tekið þátt.

Elías tók einnig Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni örugglega 6-0 í gull úrslitaleiknum gegn Alexandra Kolka Stelly Eydal úr Akur á Akureyri. Helga Bjarney Ársælsdóttir úr Skaust Egilstöðum tók bronsið.

Elías endaði því sem tvöfaldur Íslandsmeistari í sveigboga U16. Fyrsta Íslandsmót og vinna allt, er hægt að gera betur?

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleikina í heild sinni hér: